Færsluflokkur: Bloggar

Gott val

Þetta er mjög gott val hjá Geir, um fáa veit ég betur til þess fallna að sinna þessu starfi en Grétu, nákvæm og mjög kraftmikil.   Ég hef reglulega hitt á hana en hún á líka heima í Grafarvoginu, ég held að þetta hafi verið einstaklega vel til fundið.


mbl.is Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig kemst maður í Deigluklíkuna

Hvað ætli maður þurfi að gera til þess að komast í þessa Deigluklíku? Hrinda gamalli konu,  reyka njóla eða fara ránsferð í sælgætissjoppuna?  Eru meðlimir leðurklæddir?  Hvernig ætli húðflúr klíkunnar sé? Ætli höfuðstöðvarnar séu í Smiðjuhverfi í Kópavogi eða Vogunum? Hvert ætli yfirráðasvæði Deigluklíkunnar sé?

Hvernig er það veit lögreglan um þetta? Verður hún ekki að ná þessum gaurum?

Gaman af orðinu

Ég sé að orðið er búið að grafa fyrst allra upplýsingar og að þessu
sinni réttar upplýsingar um breytingar í kringum
Forsætisráðherra.   Reyndar getur Andrés ekki sagt fréttir
nema að flúra þetta nokkuð mikið.  Þetta verður að vera alvöru
slúður.

Fleirri kenningar um aðstoðarmenn

Þeim fjölgar nú enn kenningunum um aðstoðarmennina, nú kemur Orðið með nýt nafn, en það er nafn Erlu Óskar, formanns Heimdallar.  Það kemur mest á óvart að enginn hafi nefnt nafn hennar, enda mjög frambærileg.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu, ég held að ráðherrarnir séu ekkert sérstaklega að flýta sér. Það er sumar og betra að velja viturlega frekar en að rjúka í þetta. 


Litlar sem engar fréttir

Mér finnast þetta vera litlar ef nokkrar fréttir, hvað þá til að birta í mogganum.  Það hefðu verið fréttir ef þessir herramenn hefðu upplýst hvað þeir ætla að skrifa um og á hvaða léni, hverjir aðrir verða menn þeim.

Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að þeir séu að bralla eitthvað.


mbl.is Nýr veffréttamiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill hávaði út að reykingarbanni

Það kemur á óvart hversu lítill hávaði hefur verið út af reykingarbanninu, einstaka kvörtun undan hávaða við skemmtihúsin en annars lítil umræða í fjölmiðlum.

Ég átti annars von á mjög öflugri andstöðu, fjöldann af greinum og táknræn mótmæli en af því hefur ekki orðið.

Ég hugsa að fólk sé bara dauðfegið, ég sæki nú ekki oft skemmtistaði en ég verð sjálfsagt dauðfegin næst sem það gerist og ég upplifi frekar typpa og svitafýluna, frekar en þann fjanda sem tóbaksreykur er.

Varðandi eignarréttinn, sem hefur verið ein helstu rök með þessu, þá er þetta ekki meiri skerðing á eignarrétti veitingahúsaeigenda en fjölmargar aðrar reglugerðir, sumir mega ekki selja áfengi, aðrir mega það á ákveðnum tímum.  Þeir þurfa að halda ákveðnum stöðlum í þrifum, húsnæðið þarf að vera innréttað á ákveðinn hátt og svo framvegis.  Menn hafa oft orðið að hætta rekstri vegna þess að það var of gaman hjá gestum og nágrannar kvörtuðu undan hávaða. Það er heilmikil skerðing á eignarrétti manna að opna veitingastað og nú hefur ein í viðbót bæst við. 

Það er gaman að heyra fórnalambavæðingu sumra reykingarmanna, þeir eru nú annars flokks þegnar landsins því þeir mega ekki spúa sínum reyk ofan i mig hvar sem er.  Ef þeir eru nú orðnir annars flokks fagna því þá bara að vera loksins orðinn fyrsta flokks þegn í landinu ásamt hinum 80%. 

Menn hefðu samt getað farið einhvern milliveg að mörgu leiti, til eru sérstakir reyk klefar t.d. sem eru með mjög öflugri ræstingu.   Það eru ýmsar aðferðir til þess að eyða reyk og lykt. Fram hjá þessum lausnum var alfarið litið.  Það hefði verið leið sem hefði komið báðum að gagni.


Loksins áttar Guðni sig

Loksins kemur eitthvað vitrænt frá Guðna varandi þetta mál. Um leið og menn átta sig á hlutunum í réttu ljósi geta menn farið að vinna úr þeim vandamálum sem eru fyrir hendi.<br><br>Á meðan menn benda endalaust á aðra en sjálfa sig er varla neitt vandamál sem þarf að laga.<br><br>Þetta eru því fyrstu skref í rétta átt hjá Framsókn.


mbl.is Innri samstaða framsóknarmanna brast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Primopdf

Ég þarf stundum að gera PDF skjö,  en vill reyna að vera með ekki of mikið af ólöglegum hugbúnaði. Ég fann ansi góðan ókeypishugbúnað til að búa til PDF skjöl, sem ég mæli hiklaust með.  Forrtið heitir Primo pdf.  Þetta er heldur ekki mjög stórt forrit eða fullt af auglýsingum.

Ókeypis PDF forrit 


Nýtt netrit

Sá það í mogganum í morgun að bloggararnir Arna Scram, Pétur Gunnarsson og Andrés eru að velta fyrir sér að búa til netrit.   Netritin hafa mörg lent í vandræðum, ekki síst vegna samekppni við bloggara. 

Ég bíð spenntur og sé hvað kemur.  Það verður í öllufalli minni fjárhagslega áhætta en hjá Króníkunni á sínum tíma.    


Stebbi hittir naglann á höfuðið - Sigurjón í biðleik

Stebbifr bendir á nokkuð merkilega staðreynd. Sigurjón hefur verið harður gangrýnandi á kerfið og misnotkun þess.  Nú virðist hann standa sjálfur í biðleik þar sem hann ætlar að þyggja biðlaun og fara svo í fasta vinnu eftir að þeim líkur hjá Frjálslyndaflokknum.

Mér finnst þetta mjög merkilegt. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband