3.4.2007 | 11:39
Blogg partý
Hélt að hérna væri á ferðinni blogg partý og fannst AirWaves vera farnir að gefa netmiðlunum gauðan gaum. Nú væri komið að því að bjóða bloggurunum í partý og fá þá til að skrifa vel um hátíðina.
Þetta er alla vegna hugmynd.
![]() |
Bloc Party á Iceland Airwaves 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 08:28
Hafnarfjarðar aprílgabb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 08:25
Mögnuð barátta
Í gær benti talsmaður femínista á að ekki er sagt:"Karlar eru körlum verstir". Ímyndið ykkkur hvað hún hefði sagt ef það hefðu verið konur sem hefðu rekið þetta og það samsæri sem karlarnir væru að leggja fyrir konurnar.
![]() |
Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 17:35
Georg Helgi Seljan Jóhannsson....
Ljósvakalæðan segir frá ati sem Logi Bergmann gerði við Helga Seljan.
Logi fór nefnilega austur í dag að stjórna árshátíð starfsmanna Fjarðaáls, og fannst tilvalin hugmynd að fá alla til að senda týnda syninum, Helga Seljan, örlitla kveðju, en hann hefði sem kunnugt er snúist gegn álverum og sæti nú að sumbli, með Jónsa í Sigurrós og Andra Snæ, á Kaffibarnum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 16:27
Svona eins og 2 þættir
Einu sinni reyndi ég að horfa á seríu á stöð 2 um leið og ég horfði á gamla seríu, það var algjörlega vonlaust verkefni. Besta leiðin er einmitt að horfa á þetta í einum rikk.
Ég er alls ekki sannfærður um að bíómynd eigi samt eftir að heilla mig. Ég veit það ekki, þetta er algjörlega þættir sem eiga að vera áfram sem þættir.
24 mega eiga það, að ólíkt mörgum þáttum sem eru snilld í fyrstu seríu, þá verða seríurnar á eftir eins og að horfa á lélega framhaldsmynd. Nú seinast stefnir í þetta með Prison Break, ef þeir ætla að halda áfram að teygja lopan í næstu seríu. Sama fannst mér t.d. um Lost og Desperate Houswifes.
![]() |
24 kvikmyndinni slegið á frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 14:55
Enn heiðursgestur
Það er svo auðvitað spurning hvort látinn maður geti verið heiðursborgari?
![]() |
Sumarleyfisbær sviptir Hitler heiðursborgaratitli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 14:11
Eitt langbesta í bænum
Var að skoða tilboð á ferðatölvum, enda er mín orðin frekar döpur, eftir þá meðferð sem hún hefur fengið. Rakst þá á þetta:
Nú skal það tekið fram að þetta er sjálfsagt mjög gott tilboð, en væntanlega er þetta eitt besta eða þá langbesta tilboðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 12:56
Frjálslyndir hafna Samfylkingunni
Undanfarið hafa verið umræður um stöðu Frjálslyndra innan kaffibandalagsins svokallað. Fyrst og fremst hefur verið rætt við formenn hinna flokkanna, en ekki verður annað sé en að Jón Magnússon, taki af skarið á blogginu sínu í dag og hafni samstarfi við Samfylkinguna, vegna áherslumunar í innflytjendamálum.
Það virðist fara nokkuð lítið fyrir formanninum þessa dagana, það er eins og Jón Magnússon sé orðinn formaður en Guðjón Arnar hafi týnst. Samruni eða take over?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 12:08
Bloggátak dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:50
Netgreinar
Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.
Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.
Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)