12.8.2007 | 20:02
Spennandi tímar framundan
![]() |
Fjárfestar búa sig undir frekari titring á fjármálamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2007 | 16:58
Krónikan enn til sölu
Nú eru komið nokkuð margir mánuðir síðan Krónikan lagði upp laupana. Það kom því nokkuð á óvart þegar ég fór í Hagkaup áðan og sá að þeir hér í Grafarvoginu virðast seinir að fá fréttirnar, því þeir eru að enn að sleja blaðið.
Miðað við magnið í rekkunum virðast þeir ekki selja mikið því það var nóg framboð.
11.8.2007 | 10:36
Ekkert samhengi
Ég get ekki séð að það sé nokkurt einasta samhengi á milli þessara mála. Ég vona að Þorlákshafnarbúar haldi áfram að berjast fyrir sinni höfn, en auðvitað þarf að breyta hlutum í samgöngu málum Eyjamanna. Þetta er amk. frekar skrýtin útgangspunktur, að annar möguleikinn muni útiloka hinn.
Af því sem ég hef skoðað er ekki spurning að ferja til Bakka er besti kosturinn, þetta er mjög hröð leið, hægt að hafa tíðar ferðir og varðandi ferðamennsku sé ég ekki að ferja eigi að gera úrslitakostinn hvort fólk fari til Eyja eða ekki.
Magnús Kristinsson virðist hafa fundið ágæta leið fyrir sjálfan sig, það er spurning hvort aðrir Eyjamenn fái að njóta kostsins. Það er verst að hann man ekki hvað farartækið kostaði, svo hann veit varla hvað hann á að rukka.
![]() |
Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 16:20
Eðlilegur flutningur?
Það kemur ekki á óvart Dagur B skuli gelta, nú þegar HB grandi er að fara burt með sitt hafurtask úr Reykjavík. Hann er vanur að gera það og er sá einsi sem gerir það.
Hvaða áhrif mun þetta svo hafa á Faxaflóahafnir? Þeir eru jú með bæði höfnina hér og svo á Skaganum, þetta er því flutningur innan svæðiðsins. Nú þegar hefur verulega verið þrengt að þeim og hugmyndir eru um stórkostlega byggð á þessu svæði. Peningalyktin hefur í langan tíma verið óvinsæl lykt í Reykjavík og spurning hvenær íbúar krefjist þess að hún hverfi endanlega. Svæðið á örugglega eftir að nýtast sem flott byggingarsvæði, eins og gerst hefur víða á svona hafnarsvæðum erlendis. Síðast var ég að skoða höfnina í Frankfurt um daginn og sá hvernig gamla athafnarsvæðið var orðið flott íbúðarbyggð, Turning Torso í Malmö er á svipuðu svæði og svo öll byggði á hafnarsvæðinu í Stokkhólmi.
Hvar eru vinstri græn? Eru þau yfir höfuð til í borgarstjórn? Frjálslynd eru þau búin að ákveða sig hovrt þau eru frjálslynd eða Íslandshreyfingin? Aðrir borgarfulltrúra á vegum samfylkingarinnar? Hvaða fólk er það annars? Eru þau ekki öll flúin á þing og mega ekkert vera af að þessu. Starfskrafturinn bendir amk. til þess.
Í fréttinni kemur fram að það séu 2 heilir mánuðir síðan Samfylkingin sendi inn fyrirspurn! Engar hugmyndir en fyrirspurn. Þessi fyrirspurn er nú dregin fram eins og það hafi verið einhver vanræksla af meiri hlutanum að svara þessu ekki strax.
Ég hef áður bloggað um það að ég vona að þessi stjórnarandstaða fari að vakna hér í borginni. Það veitir virkilega ekki af því. Það er af nógu að taka. Þeir þurfa að gera gott betur en að senda fyrirspurnir, hvernig væri að vera með hugmyndir. Gamli minnihlutinn mátti þó eiga það að þar voru hugmyndir í gangi, eftir að menn duttu úr skuldanöldrinu.
![]() |
Framtíð athafnasvæðis HB Granda í Reykjavík óráðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 09:20
Óeffektív undirskriftarsöfnun
Ég sé að Akureyringar eru komnir með einhverja lélegustu undirskriftarsöfnunaraðferð sem um getur, en það er með því að skrifa athugasemd á blogg. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur muni taka mark á þessu.
Hins vegar held ég að bæjarstjórnin ætti virkilega að hugsa sinn hug, þetta getur orði mjög dýrt fyrir þau þetta spaug. Eftir því sem mér skilst er þetta fámennur hópur fólks sem hefur verið óánægður með þetta. Þrátt fyrir allt hefur þetta gengið mjög vel á Akureyri undanfarin ár, þar sem fjölskyldufólkinu hefur verið skipt frá unga fólkinu. Hátíðin er haldi í bæjarfélaginu, með þá þjónustu sem fólk þarf á að halda.
Hafi bæjarstjórnin haldið að hún væri að gera einhverjur greiða væri gaman að heyra í þeim núna, sá hópur hefur haldið sig algjörlega fyrir utan umræðurnar eftir helgina.
10.8.2007 | 08:06
Algjör gúrka
![]() |
Varað við verktaka á vefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2007 | 15:31
Svakalegur munur
Nú eru komnir menn í málið sem ætla sér að græða á þessu og þá er drifið í hlutunum.
Að skoða hversu marga staði á tengja er í líka alveg ótrúlegt og greinilegt að þetta er risa verkefni.
![]() |
Ný ljósleiðaratenging við Ameríku og Evrópu boðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2007 | 12:25
Barist gegn erlendum bönkum
Maður hefur gaman af svona samsæriskenningum. Það er nokkuð merkilegt að fólk virkilega haldi þessu fram af fullri alvöru og trúi því að viðskiptaráðuneytið sé sérstaklega að koma í veg fyrir það. Þetta er svona saga til að útskýra af hverju erlendir bankar eru ekki æstir í að koma til landsins og fá að okra aðeins minna á landanum en þeir bankar sem nú þegar eru hér.
Fyrir utan þá okur vexti sem eru hér á landi, þá fékk ég aldeilis að greiða mín gjöld þegar ég bjó í Svíþjóð. Auk þess þurfti ég að greiða reikningana mína 2 - 3 dögum áður en þeir voru á gjalddaga, bankarnir stálu vöxtunum í þessa 2-3 daga. Þetta er eitthvað sem var skiljanlegt fyrir tölvutæknina, en heitir þjófnaður í dag. Allir bankarnir þar stunda þetta.
Tækifæri fyrir íslensku bankana?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 10:31
Díva vinnur
Afhverju keppa konur ekki í karladressuppi, eða gera þær það? Eru þeir þá dragkóngar eða?
![]() |
Steini Díva krýndur dragdrottning Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2007 | 09:45
Ótrúleg verð á fartölvum
Eina sem þarf að gera er að bæta aðeins við minnið og maður er komin með flotta tölvu í ritvinnslu, netvafur og þessa vinnslu sem venjulegt fólk er að gera.