27.8.2007 | 01:10
Ræðunámskeið
Nú ætlum við að bjóða upp á ræðunámskeið.
Sendu mér endilega tölvupóst ef þú eða einhver sem þú veist um hefur áhuga á að taka þátt í netfangið: tomas@jcesja.org.
Ég setti þetta reyndar inn um daginn, ég vonast til að sjá fleiri blog vini á listanum.
26.8.2007 | 13:59
Dýr lággjalda flugfélög II
Ég fékk ansi hreint mögnuð viðbrögð við þeim fyrri pistlinum mínum, þar sem ég benti á að ekki væri allt sem sýndist varðandi lággjaldaflugfélög.
Verð flugmiða hefur lækkað og Icelandair hefur aðlagast þeirri samkeppni sem er á markaðnum, það er hins vegar ekki bara einu flugfélagi að þakka. Hins vegar hefur Iceland Express hækkað miðana verulega og oft á tíðum er það mun dýrara að fljúga með þeim.
Í fyrsta lagi veita þeir ekki sömu þjónustu um borð í vélunum, Guðmundur þarf að greiða fyrir samlokuna sína og fær ekki upp hitaðan mat.
Í öðru lagi þá getur það verið að önnur flugfélög stundi þá iðju að kalla flugvellina sína, en hins vegar ef við tökum samanburðinn á milli Stansted og Hahn flugvöllinn, þá eru tíðar lestarferðir sem kosta ekki of mikið. Hins vegar er rúta sem er 2 tíma á leiðinni og fer á klukkutíma fresti frá Hahn.
Ábending fyrir pistils er fyrst og fremst að menn taki tillit til þessara hluta þegar þeir eru að fljúga, það kostar jú peninga og fyrirhöfn oft á tíðum. Nema að það sé sérstaklega hugmyndin að styðja við bakið á samkeppni, þá þarf að taka þessa hluti inn í þegar verið er að bera saman verð á miðum á milli flugfélaganna.
Fyrst maður er farin að tala um Iceland Express, fannst mér nokkuð merkilegt að hlusta á framkvæmdarstjóra þess um daginn, varðandi það að þeir eru sjálfir búnir að haka við forfallagjald. Það er svo neytenda að taka það úr. Afsakanir framkvæmdarstjórans voru hreinlega fyndnar, þegar hann var að útskýra að þetta væri af því fólk hefði lent í að vilja nýta þetta en ekki getað það. Það augljósa í þessu er að þeir eru að raka inn seðlum með þessu, og vilja að fólk gleymi að haka þetta út. Svo sagði hann að ef viðskiptavinir myndu óska þess myndu þeir taka þetta út.
Hvað ætli það þurfi marga til þess? Ég óska amk. eftir því.
24.8.2007 | 12:59
Seðlunum rakað inn!
![]() |
422 ökumenn fá sekt fyrir að aka of hratt á Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 12:52
Dýr lággjalda flugfélög
![]() |
Iceland Express fer ekki að tilmælum talsmanns neytenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 10:39
Nauðgunarlyf
Heiða stoppaði við hjá mér í gær og bað mig um hjálp. Ég var að lese Gurrihar og sá þennan líka fína texta sem segir eiginlega allt sem segja þarf.
Heiða (Skessa) vakti athygli bloggheima á svefnlyfinu Flunitrazepam fyrir nokkrum mánuðum. Fyrir tilstilli hennar fór af stað herferð þar sem beðið var um að lyfið yrði tekið út af markaði. Fjöldi fólks, m.a. ég, sendi tölvupóst til Lyfjastofnunar en lyfið er enn á markaði. Flunitrazepam er svefnlyf sem hefur enga jákvæði virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess, fram yfir þá tugi annarra svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.
Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem nauðgunarlyf (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis. Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta. Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð.
24.8.2007 | 09:11
KFC étandi Íslendingar
Svo sá ég að þeir voru líka að hugsa um að fara í útrás Svíþjóðar og Danmerkur. En það er eins og lóðaskortur hafi komið í veg fyrir árangur þar.
Um leið og maður heyrir þetta dettur manni í hug alla hina, sem hafa farið á undan þeim. Líklega voru fyrstir af þeim sem ætluðu að verða ríkir í Danmörku Pizza 67, það ævintýri entist í nokkra mánuði. Næstir voru Dominos, sem fóru út, lögðu griðarlegar fjárhæðir í þetta dæmi og gáfu svo næstum staðina til að hætta að tapa.
Um leið og ég held að þeim eigi eftir að vegna vel í Litháen sé ég engin sérstök tromp sem þeir hafa sem gera þá færari en aðra til að reka svona staði í Svíþjóð og Danmörku. Á markaði sem er gríðarleg samkeppni er á. Sérstaklega í Danmörku þar sem skyndibitinn virðist ekki vera vinsæll og aðrar erlendar keðjur hafa líka verið á hrakhólum. Í Svíþjóð er skyndibitinn vinsælli en þar eru bara svo margar keðjur fyrir, og markaðurinn er gríðarlega erfiður.
KFC hefur vaxið með markaðnum hérna heima án þess að hafa mikið fyrir því, það voru ekki markaðherferðir sem komu þeim í þá stöðu sem þeir eru í núna. Heldur var þetta nánast eini skyndibitastaðurinn þegar þeir byrjuðu og hafa náð að vaxa með Íslendingum um leið og íslendingar hafa aukið við sig skyndibita át.
Menn geta spurt sig hvernig KFC hefði þróast á Íslandi, ef hann væri að koma til landsins núna. Ætli staða hans yrði nokkurn tíman jafn sterk?
23.8.2007 | 17:11
Vínkælar
23.8.2007 | 10:23
Friðarþing SUS
23.8.2007 | 10:11
Spenntur
Eiginlega eina sem ég er frekar óspenntur yfir eru leikararnir, ég sé þessa gaura ekki fyrir mér í einhverjum alvarlegum leikhlutverkum. Fyrir utan það eru þeir löngu orðinir alltof þreyttir. Þeim veitir ekki af smá hvíld.
![]() |
Astrópía frumsýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2007 | 09:48
Hraðamyndavélar við skóla
Þetta var ágætis áminning að lækka hraðar.