Hvað gera menn með álklumpa?

Ég heyrði þetta í fréttum áðan og velti fyrir mér hvað menn gera með 500 kg af álklumpum? Ætli hann hafi ætlað að fara með þetta heim og bræða þetta í álpappír?

Þetta hlýtur að vera einhver furðulegasti fyrirtækja þjófnaður sem maður veit um, enda ál í klumpum náanst gagnlaust nema að vera með stórvirkar framleiðsluvélar til að koma þessu í einhver verðmæti.
mbl.is Grunur um álstuld á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook

Seinniparturinn fór í að reyna að búa til Facebook prófíl.  Vinir og vandamenn fengu skeyti í stórum stíl.  Ég hef aldrei verið mjög góður í svona en þetta er sjálfsagt mjög spennandi.  Það eru amk. nokkuð stór samfélög þarna inni.  Fyndið að maður hafi aldrei dottið inn þarna áður miðað við að maður er á öðrum svona sambærilegum vefjum.  Greinilegt að það eru mun fleiri þarna en á þeim sem ég hef nú þegar prófað. 

Ég hef nú í sjálfu sér aldrei séð neitt svakalega gagn af þessum vefjum samt, en verður maður ekki að taka þátt í þessu? 


Orkuveitan ehf

Þetta eru nokkuð merkilegar fréttir. Það eru góðar fréttir að það eigi að EHF fyrritækið og voandi er það fyrsta skref í þá átt að pólitíkusar hætti að ráðskast með þetta fyrirtæki.

Það á eftir að vera fjör um þetta á næstunni, ég spái því að þetta verði málið á næstunni í borgarmálunum, við eigum ekki eftir að heyra mikið af strætó eða öðrum borgarmálum næstu vikurnar.

Hugmyndir um þessa breytingu hafa annars farið ansi hljót.

Snilldar fyrirsögn

Kári bendir mönnum á ótrúlega seinheppni Blaðsins, já eða ótrúlega opið samband hjá Þorgrími Þráinssyni. Í fyrirsögninn er: "Kennir karlmönnum á konurnar sína"

Gríptu tækifærið

Á morgun fimmtudag hefst ræðunámskeiðið mitt. Ég er búinn að nefna þetta nokkrum sinnum á blogginu mínu, en málið er að þetta er í fyrsta skipti sem ég mun taka þátt í kennslu í slíku námskeiði. Mjög spennandi tímar fyrir mig að fá að prufa að taka þátt í slíku verkefni. Áður hef ég tekið þátt í keppnum og verið liðsstjóri í svona liði. Reyndar mun ég eingöngu hafa takmarkað hlutverk í þessu, sem aðstoðarleiðbeinandi.

Einhver rannsókn sýndi að fólk óttast meira að standa fyrir framan fólk en dauðinn sjálfur. Með smá þjálfur en hægt að vinna bug á slíkum ótta. Það gildir um þetta eins í svo mörgu öðru að æfingin skapar meistarann. Við höfum tekið inn 12 manns á þessi námskeið og vorum búin að fullbóka núna. Hins vegar komu inn nokkra afbókanir í dag, það eru því laus pláss í námskeiðinu ef einhver skildi hafa áhuga á að skella sér.

Ef þú hefur áhuga á að grípa tækifærið geturðu skráð þig á heimasíðu JCI Esju: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html.

Stöðvum Einar Bárðarson

Nú er X-ið farið af stað með undirsskriftarsöfnun sem þeir auglýsa grimt. Ég er núna búinn að heyra þetta í nokkra daga. Hún ber fyrirsögnina stöðvum Einar Bárðarson.

Slóðið er: http://www.petitiononline.com/st4e0772/petition.html

Ég hef nú alveg séð undirskriftarsafnanir sem hafa gengið betur, en það virðast enn bara verið um 350 manns sem vilja manninn stöðvaðann. Það er greinielgt að fólk vill Lúxor, vill Nylon og vill Cortes. Leðurhausarnir á Xinu verða bara að sætta sig við þetta. Ég vona þeirra vegna að þetta séu ekki allir hlustendur rásarinnar.

History Chanel

Ég hef ótrúlega gaman af History Chanel, með símanum er þetta í fyrsta skipti sem ég hef aðgengi að henni.  Hérna situr maður og glápir á sjónvarpið og ímyndar sér að maður sé að dæla þekkingu í sjálfan sig.  

Að sjálfsögðu er það allt saman blekking enda History Chanel minnið sjálfsagt ekkert betra en Evróvision minnið.

Þetta er samt mjög áhugavert efni.  

Ég get samt ímyndað mér að menn verði fljótt leiðir á þessu.  Hvað er hægt að horfa á margar myndir um seinni heimsstyrjöldina?  

Þetta er einhvern vegin fyrsta sjónvarpsstyrjöldin og nóg til af myndefni, svo hvort sem það heitir Discovery eða History Channel er hver þátturinn á fætur öðrum um hana.    Hins vegar eru nýrri styrjaldir of nýjar til að vera beint efni í History?   


Skemmtilegt námskeið

Í kvöld komst ég að því af hverju málið er svo miklu meira að hanga yfir sjónvarpinu eða tölvur frekar en að fara í sjó ferðir. Námskeiðið var sem sagt að hugsa aðeins út fyrir kassann og ákveða hvað maður tekur með sér ef maður þyrfti að raða niður 15 hlutum sem maður gæti tekið með sér á björgunabát.

Mér gekk sem sagt frekar illa að velja hlutina.

Öllu skemmtilegra var að sjá þá sem tóku þátt í fundinum leysa úr þessu og skemmta sér við þetta.

Ég ákvað að hita upp fyrir Esjudaginn mikla á vegum JCI esju. Nafnið er reyndar nokkuð stórt miðað við það sem stendur til, en við ætlum að ganga á Esjuna.

Bón-Fús

Undanfarið hafa neytendamálin verið ofarlega á blogginu hjá mér, aðalega kvartanir þó. Maður verður að gefa þeim plús sem eiga það skilið og í dag er það Bón-Fús.

Bónaði bílinn minn líka svona glimrandi vel, og var ekki mjög dýr. Príma þjónusta hjá Bón-Fúsi.

Umferðasulta Ingólfs

Heyrði fyrir helgi þegar Ingólfur Bjarni Sigfússon var að tala við fólk í Kópavogi að hann talaði um umferðasultu!  Veit ekki hvort þetta hafi átt að vera fyndið hjá honum en Páll hlýtur að hafa farið í bíltúr með Ingólf á 9 milljón króna bílnum sínum og sagt við hann: "Svona gerum við ekki, þetta er þvaga en ekki sulta".  

Þetta var amk. frekar illa heppnuð bein þýðing hjá Ingólfi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband