31.8.2007 | 14:51
Hvað gera menn með álklumpa?
Þetta hlýtur að vera einhver furðulegasti fyrirtækja þjófnaður sem maður veit um, enda ál í klumpum náanst gagnlaust nema að vera með stórvirkar framleiðsluvélar til að koma þessu í einhver verðmæti.
![]() |
Grunur um álstuld á Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 17:52
Seinniparturinn fór í að reyna að búa til Facebook prófíl. Vinir og vandamenn fengu skeyti í stórum stíl. Ég hef aldrei verið mjög góður í svona en þetta er sjálfsagt mjög spennandi. Það eru amk. nokkuð stór samfélög þarna inni. Fyndið að maður hafi aldrei dottið inn þarna áður miðað við að maður er á öðrum svona sambærilegum vefjum. Greinilegt að það eru mun fleiri þarna en á þeim sem ég hef nú þegar prófað.
Ég hef nú í sjálfu sér aldrei séð neitt svakalega gagn af þessum vefjum samt, en verður maður ekki að taka þátt í þessu?
30.8.2007 | 12:48
Orkuveitan ehf
Það á eftir að vera fjör um þetta á næstunni, ég spái því að þetta verði málið á næstunni í borgarmálunum, við eigum ekki eftir að heyra mikið af strætó eða öðrum borgarmálum næstu vikurnar.
Hugmyndir um þessa breytingu hafa annars farið ansi hljót.
30.8.2007 | 12:07
Snilldar fyrirsögn

30.8.2007 | 02:22
Gríptu tækifærið
Einhver rannsókn sýndi að fólk óttast meira að standa fyrir framan fólk en dauðinn sjálfur. Með smá þjálfur en hægt að vinna bug á slíkum ótta. Það gildir um þetta eins í svo mörgu öðru að æfingin skapar meistarann. Við höfum tekið inn 12 manns á þessi námskeið og vorum búin að fullbóka núna. Hins vegar komu inn nokkra afbókanir í dag, það eru því laus pláss í námskeiðinu ef einhver skildi hafa áhuga á að skella sér.
Ef þú hefur áhuga á að grípa tækifærið geturðu skráð þig á heimasíðu JCI Esju: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html.
29.8.2007 | 17:20
Stöðvum Einar Bárðarson
Slóðið er: http://www.petitiononline.com/st4e0772/petition.html
Ég hef nú alveg séð undirskriftarsafnanir sem hafa gengið betur, en það virðast enn bara verið um 350 manns sem vilja manninn stöðvaðann. Það er greinielgt að fólk vill Lúxor, vill Nylon og vill Cortes. Leðurhausarnir á Xinu verða bara að sætta sig við þetta. Ég vona þeirra vegna að þetta séu ekki allir hlustendur rásarinnar.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2007 | 21:37
History Chanel
Ég hef ótrúlega gaman af History Chanel, með símanum er þetta í fyrsta skipti sem ég hef aðgengi að henni. Hérna situr maður og glápir á sjónvarpið og ímyndar sér að maður sé að dæla þekkingu í sjálfan sig.
Að sjálfsögðu er það allt saman blekking enda History Chanel minnið sjálfsagt ekkert betra en Evróvision minnið.
Þetta er samt mjög áhugavert efni.
Ég get samt ímyndað mér að menn verði fljótt leiðir á þessu. Hvað er hægt að horfa á margar myndir um seinni heimsstyrjöldina?
Þetta er einhvern vegin fyrsta sjónvarpsstyrjöldin og nóg til af myndefni, svo hvort sem það heitir Discovery eða History Channel er hver þátturinn á fætur öðrum um hana. Hins vegar eru nýrri styrjaldir of nýjar til að vera beint efni í History?
28.8.2007 | 01:38
Skemmtilegt námskeið
Mér gekk sem sagt frekar illa að velja hlutina.
Öllu skemmtilegra var að sjá þá sem tóku þátt í fundinum leysa úr þessu og skemmta sér við þetta.
Ég ákvað að hita upp fyrir Esjudaginn mikla á vegum JCI esju. Nafnið er reyndar nokkuð stórt miðað við það sem stendur til, en við ætlum að ganga á Esjuna.
27.8.2007 | 15:48
Bón-Fús
Bónaði bílinn minn líka svona glimrandi vel, og var ekki mjög dýr. Príma þjónusta hjá Bón-Fúsi.
27.8.2007 | 13:22
Umferðasulta Ingólfs
Heyrði fyrir helgi þegar Ingólfur Bjarni Sigfússon var að tala við fólk í Kópavogi að hann talaði um umferðasultu! Veit ekki hvort þetta hafi átt að vera fyndið hjá honum en Páll hlýtur að hafa farið í bíltúr með Ingólf á 9 milljón króna bílnum sínum og sagt við hann: "Svona gerum við ekki, þetta er þvaga en ekki sulta".
Þetta var amk. frekar illa heppnuð bein þýðing hjá Ingólfi.