Algjör snilld

Undanfarið hef ég notað hvar.is mjög mikið, ég er mjög ánægður með þann vef og allar þær upplýsingar sem Íslendingum stendur til boða. Það er bara mjög gott mál ef við aðgangur að bókum eykst.

Önnur útgáfa sem ég hef alltaf dáðst að en hefur legið í láðinni í mörg ár er Netútgáfan, sem var löngu búinn að koma flestum fornsögunum á netið, þegar menn voru að ræða um að eyða tugum milljóna í að koma þeim á netið. Nær hefði verið að styrkja framtak þessa góða fólks til að halda áfram starfinu.
mbl.is Íslenskir námsmenn fá aðgang að bókum á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimska ljóskan

Svona í tilefni af því að ég er ekki búinn að sjá þetta myndband, hugsanlega hafa fleiri séð þetta myndband en hafa borðið Dominos Pizzur. Hvað um það látum það flakka.

Ef Samfylkingin stjórnaði Borginni...

...þá væri máttlausasta stjórnarandstaða sem borgin hefur séð um árabil að stjórna. Það er fyndið að halda því fram að fólk sem getur ekki einu sinni haldið út almenilegri stjórnarandstöðu, væri að gera eitthvað í stjórn.

Alvöru sápa

Þetta er rosalega áhugavert innlegg inn í kvikmyndina.  Tveir samkynhneigðir menn reyna að ræna Önnu.  

Var nú samt um svo mikinn pening að ræða?  Væntanlega hefði nú verið hægt að finna auðveldara fórnarlamp fyrir þá en Önnu. 


mbl.is Birkhead og Stern samkynhneigðir svikarar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði í Grafarvogi

Það er óhætt að segja að það hafi ríkt gleði í Grafarvogi við sigurinn.  Það er skrýtið að vonast eftir því að annað lið verði meistara, í öðru sveitarfélagi.  

Ég er nú ekki mikill fótboltakall en sá þegar sýnt var úr leiknum í fréttunum virtist vera frábært stemning.

Það væri raun gaman að það væri svona stemning þegar íslenska landsliðið er að mæta öðrum liðum. Við værum ekki í því sæti sem við værum í á heimslistanum ef það væri alvöru hvatning. 


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar kveðjur

Það voru áhugaverðar kveðjur sem birtust í Fréttablaðinu í garð moggabloggsins í gær.  Neikveiðnin alver rosaleg. Ætli þeir séu enn súr vegna þess hversu illa hefur gengið með þeirra blogg?
mbl.is Moggabloggið tilnefnt til alþjóðlegra vefverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sást vel til Reykjavíkur

Naut þess að horfa á þetta héðan úr bænum í gær, eftir því sem leið á sýninguna varð himinn hins vera reykfyltari og skyggnið varð verra. Á endaum sást eiginlega ekkert.

Það hefur þó greinilega ræst aldeilis vel úr veðumálunum fyrir ljósanóttina.   


mbl.is Þúsundir fylgdust með flugeldasýningu Ljósanætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistækar auglýsingar

Mér finnast margar auglýsingar sem eru í gangi þetta augnablikið eitthvað mistækar.  Ég fýla t.d. aðrar glitnisauglýsinguna mjög vel og finnst hún snilld.  Hins (með Dananum) er rusl.     púkinn bendir svo á beljuauglýsingu Vodafone, sem mér ferlega ófyndin.

Auglýsingastofa í útgáfu

Ég var að lesa Moggan og sé að þar er viðtal við Bigga í Maus, sem nú vill láta kalla sig Bigga í Mónitor.  Þar með er að koma eitt blaðið í viðbót á markað götublaða sem er bara fínt, það er sjálfsagt ágætis rými á þessum markaði.  

Það sem kom hins vegar á óvart er hverjir standa að baki þessu en það er auglýsingastofan Vatíkanið.  Hvernig getur auglýsingastofa verið í útgáfu um leið og hún er að ráðleggja fagmannlega til viðskiptavina sinna?  

Hvað með hinar auglýsingastofurnar? Eru þær að fara að kaupa af blaði sem önnur auglýsingastofa á. Ég veit ekki hvernig þetta er í auglýsingastofu bransanum, en í þeim bransa sem ég er í hefðu menn ekki keypt auglýsingar þar, þó svo að þeim hefði staðið þær til boða ókeypis.

Á hinn bóginn væri ég áhyggjufullur ef ég væri í viðskiptum við þessa auglýsingastofu.  Er hægt að treysta ráðlegginum í blaðamálum? Munu þeir ekki veita öllum viðskiptum í eigið blað, hvort sem það eru hagsmunir viðskiptavina sinna eður ei? Það er jú peninga í vasann fyrir þá.

Ég hefði amk. haldið að það væri ekki kjöraðstaða fyrir fagmannlega auglýsingastofu að vera rekstri fjölmiðla.  Þetta er amk. í fyrsta skipti sem ég heyri af slíku, ef þetta væri góð hugmynd væru sjálfsagt fleiri að gera þetta til að koma sér og viðskiptavinum sínum í kjöraðstæður umfram aðrar stofur. 


Af hverju var Þóru sagt upp?

Dofri Hermansson vaknar nú upp með andfælum við Steingrímur Sævarr Ólafsson er orðinn fréttatjóri Stöðvar 2. Hvernig framsóknarpésin var munstraður í þessa stöðu.

Ráðningn fór svo sem ekki fram hjá neinum, ekki heldur árnagur hans í Íslandi í dag, það kom því í sjálfu sér lítið á óvart að hann skildi vera ráðinn í þess stöðu.

Þrátt fyrir að vega svona að starfsheiðri Steingríms getur Dofri hvergi bent á að hann hafi farið af leið. Nú eru nokkrar vikur síðan hann var ráðin og þar á undan starfaði hann í starfi þar sem hann átti mjög auðvelt með að koma að sínum sjónarmiðum. Miðað við hversu ófagmannlegt það var að ráða Steingrím hljóta að liggja fyrir einhver dæmi.

Í athugasemdakerfi Dofra kemur einnig nokkuð áhugavert í ljós, það skildi þó ekki vera að Þóra hafi verið rekin út af einhverju allt öðru. Einn sem skrifar virðist þekkja til þess að hún hafi verið áminnt fyrir nokkrum vikum.

Það er auðvitað miklu betra að vera rekin fyrir að standa á sínu, frekar en eitthvað annað. Hvaðan skildu upplýsingar um þessa uppsögn hafa komið annars?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband