16.10.2007 | 22:48
Satt og logið
Það virðist vera eitt helsta svar við spillingarumræðu Framsóknarmanna, að svara að kosningastjóri Vilhjálms og Guðlaugs Þórs hafi verið stjórnaformaður Rei.
Eitt er víst að kosningastjóri Villa og Gulla var ekki sami maðurinn, og því frekar skrýtið ef viðkomandi var í forsvari fyrir REI. Já, og stjórnarformaður REI var hvorki kosningastjóri Gulla né Villa.
Hann fékk ekki kauprétt og var farinn úr fyrirtækinu áður en það tók þær umbreytingar sem síður urðu.
Kosningastjóri Björns Inga kom hins vegar síðar inn og til stóð að hann fengi góðan bónus, betri en síðar var kynnt.
Það er gaman að heyra í þeim núna væla hátt framsóknarmönnum yfir óréttlætinu og hvernig er komið fram við þá. Hversu eðlilegt sem þessi framkoma er sem undanfarið hefur verið í gangi, eru þeir bara ekki hót betri.
Þeir eru jú í pólitík.
16.10.2007 | 20:38
Raunveruleg réttindabarátta
Horfði á skemmtilegt stúlknaband áðan, en ég kannast nú bara við örfá stúlknabönd. Þessi stúlknabönd vekja yfirleitt meiri athygli en önnur bönd fyrir að vera stúlknabönd.
Í þeim hljómsveitum sem stúlka er meðlimur er það alla jafnan söngkona, eða bakraddir. Ég man eftir fáum böndum þar sem gítarleikarinn er stúlka en söngvarinn strákur.
Nú þegar tölfræðifemínistar eru farnir að stjórna t.d. í menningarráði hljótum við að sjá breytingar á þessu. Menn hljóta að vera að leita að jafnrétti á fleiri stöðum en bara í stjórnum fyrirtækja, þótt mest hafi heyrst um það. Nú hlýtur Reykjavíkurborg að fara að vinna að jafnrétti í tónlistarheiminum, setja kraft í að hvetja stúlkur í að búa til stúlknarokkbönd.
Svo má ekki gleyma að setja kynjakvóta á músíktilraunir. Engin bönd fá aðgang nema með jöfnuhlutfalli kvenna og karla.
16.10.2007 | 15:11
Ófyndinn bíldraugur
Það mætti halda að það væri gúrka um þessar mundir en ekki hátíð fréttamanna sem líklega hafa ekki haft meira af fréttum í háa herrans tíð. Samt tókst einhverjum að koma í fréttir ónýtri Ferósu og keyra um án þess að sæist í bílstjóran.
Ef svona fréttir fá mig ekki til að teygja mig í fjarstýringuna, þá veit ég ekki hvað.
16.10.2007 | 10:24
Buy on demand
Ég held að þeir ættu frekar að vinna í að koma sér upp öflugu "Buy on deamand" kerfi. Ef ég gæti borgað einhverja hundrað kalla fyrir að sjá þessa þætti myndi ég örugglega gera það. Ég hef undanfarið leigt fjölmargar bíómyndir á lyklinum hjá símanum.
Um leið og þessir aðilar hætta að reyna að steypa fólki í eitt mót, þá held ég að þeim eigi eftir að vegna betur. Tíminn er bara liðinn þar sem fólk er tilbúið að festa sig á hverjum mánudegi við einhvern ákveðinn sjónvarpsþátt, já og á ákveðnum tíma.
![]() |
Stöð 2 leitar réttar síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 09:24
Góð greining deiglunnar
Allar samsteypustjórnir eru grundvallaðar á trausti, persónulegu trausti milli þeirra sem þar ráða för. Samsteypustjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa alla jafna gengið mjög vel. Hvort ástæðan fyrir því sé sú að sjálfstæðismenn séu ekki eins svikulir og aðrir stjórnmálamenn eða sú að þeir hitti alltaf á svo góða samstarfsmenn, skal ósagt látið. Hitt er hins vegar víst að samstarfsaðilar sjálfstæðismanna í samsteypustjórnum hafa getað gengið út frá því að sjálfstæðismenn ganga í takt í slíku samstarfi. Í þessu liggur styrkur Sjálfstæðisflokksins og þetta er snar þáttur í grunneðli hans.
Á einhverjum tímapunkti virðast borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa misst sjónar á þessu grundvallaratriði. Þeir létu óánægju sína og pirring með starfshætti og samskipti innan eigin flokks verða að vopni í höndum andstæðinga flokksins. Með því að láta í það skína að þeir fylgdu oddvita sínum ekki að málum, hentu þessir kjörnu fulltrúar sjálfstæðismanna pólitískri stöðu borgarstjórnarflokksins út í hafsauga og færðu andstæðingum flokksins völdin í borginni á silfurfati.
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins skaut meirihlutann niður með því að svíkja trúnað við fráfarandi borgarstjóra. Það var Björn Ingi sem tók í gikkinn en einungis eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu hlaðið byssuna, rétt honum vopnið í hendur og stillt fyrir hann miðið. Vonandi hafa menn lært sína lexíu af þessu máli öllu, nógu dýru verði er hún keypt.
15.10.2007 | 23:45
Ótrúleg snilld
Það er ótrúlegt snilld að "bakfæra" svona skemmtilegar breytinga. Það er ótrúlegt hvað þeim gekk í raun vel að bakfæra smáatriði. Maður hefði haldið að þetta hafi ekki náð svona góðum árangri.
Ætli lærdómur sé ekki að "swirla" myndina, það er bara ekki nóg.
Ekki það að ég skilji hvaða tilgangi það hafi upphaflega þjónað að senda mynd af sleikipinna með hálsi og bringu, hvað sem perrinn notaði þetta í.
![]() |
Kennsl voru borin á barnaníðing með aðstoð tölvuforrits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 12:10
Óháður fulltrúi Íslandshreyfingarinnar!
Það var kostulegt að heyra í Ómari Ragnarssyni í hádeginu þegar hann fagnaði borgarfulltrúa Íslandshreyfingarinnar! Margrét Sverrisdóttir er varla búinn að sleppa orðinu og fífla sig algjörlega þegar formaður hennar eigin flokks lýsir því yfir að hún sé alls ekki óháð heldur fulltrúi Íslandhreyfingarinnar!
Jæja Margrét, hvort ertu óháð eða fulltrúi Íslanshreyfingarinnar?
15.10.2007 | 11:12
Biðlaun Villa
Í umræðunni um biðlaunin hjá Villa er eins og hann sé sendur heim og þar sitji hann í 6 mánuði. Um leið og menn tala um 7 milljónir væri mun eðlilegra að velta fyrir sér hvaða laun hann hafa frá borginni þegar tíminn er liðinn. Ætli 2 milljónir sé ekki nær lagi? Hann sagði jú ekki af sér og er enn oddviti borgarstjórnarflokksins.
14.10.2007 | 21:15
BDSM-listinn
Ef einhver er að velta fyrir sér fyrir hvað þetta stenur, þá eru það B - jörn, D - agur, S-vandís og M - argrét.
14.10.2007 | 20:29
Kemur fáum á óvart
Svona lagað kemur auðvitað fram þegar samið er um stóla en ekki málefni, og himin og haf á milli aðila sem standa að meiri hlutanum.
Það skildi þó ekki vera að þetta verði brúað, en ekki var hægt að brúa bilið hjá Birni Inga um söluna, þegar deilan stóð um hvenær átti að selja.