25.12.2007 | 18:19
Össurarraus - Össur bregst við illur
Ég skrifaði hér fyrir nokkru pistil þar sem ég talaði um í fyrirsögn drykkju Össurar. Margir brugðust reiðir við og vildu vita hvaða sönnun ég hafði fyrir því að hann væri að drekka og skrifa. Ég hafði það svo sem ekki, enda var drykkja ekki aðalatriði pistilsins. Hins vegar voru athugasemdir og önnur umfjöllun eingöngu um áfengisdrykkju.
Nú skrifar Pétur Tyrfingsson pistil um Össur, sem Össur skilur á þann veg að verið sé að taka undir áfengishugmyndir á þeim nótum sem ég skrifaði hér um daginn:
Mér hefur stundum gramist þegar stuttbuxnaíhaldið í Borginni hefur afgreitt skrif mín um orkuútrás og þá sjálfa með því að blessaður ræfillinn hlyti að vera á stútnum allar nætur....Framundir það síðasta taldi ég að það væru sérstök hlunnindi sem fylgdu mínum vestfirsku genum að vera svefnléttari en flestir menn. Það gefur furðu mikinn tíma til að lesa og skrifa og vinna - og einu sinni skrifaði ég litla bók, Urriðadansinn, einungis á nóttunni.
Sé blogg Össurar lesið, þá er það ekki furða að það sé afskrifað sem fyllerísrugl. Ævintýrin sem þar birtast minna frekar á reyfarakenndar sögur en hlutir sem eru settir fram af manni með áratuga reynslu af því að vera í stjórnmálum.
Oft veltir maður því fyrir sér hvort Össur væri ekki í betri málum við að skrifa reyfara. Það virðist ekki skorta á ímyndunaraflið hjá Össuri, og oft gaman að lesa bloggið hans, sem gaman mál en ekki sem blogg stjórnmálamans sem vill láta taka sig alvarlega.
25.12.2007 | 16:18
Gleðiðleg Jól
Ég vil bjóða lesendum bloggsins gleðilegra jóla. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Kveðja Tómas Haflðason
22.12.2007 | 00:22
Að kaupa pottinn í sekknum
Í dag kom til mín maður sem greinilega var Hollendingur, hann var mjög snyrtilega klæddur og á fínum bíl. Hann sagði mér frá vandamáli sem hann væri í. Hann sýndi mér nafnspjaldið sitt, sem ég hélt þó ekki eftir. Hann hefði verið á sýningu hér á landi og væri á leiðinni út á morgun. Hann sagði að þeir hefðu verið að sýna potta og hann væri með nokkur pottasett sem hann gæti ekki tekið með sér í flug, hins vegar hefði hann borgað vsk við komuna til landsins. Yfirmaður hans hefði heimilað honum að gefa pottasettin en hins vegar þyrfti hann að koma með vaskinn til baka.
Ekki hafði ég nægan áhuga á pottasettum og jafnvel þótt þau hefðu verið gefins. Ég hafði bara ekkert við 5 sett að gera. Við fórum því ekkert lengra í umræðunni um hvað það var sem ég átti að gera til að eignast þau.
Hins vegar er maður alltaf tilbúinn að hjálpa og ég sagði honum að ef aðilar í öðrum fyrirtækjum í kringum mig hefðu ekki áhuga gæti hann komið til baka og ég myndi hjálpa honum.
Þegar hann var farinn fór ég að hugsa að ég kannaðist bara ekki við neina sýningu sem væri hérna núna. Og hver færi að halda sýningu svo rétt fyrir jól? Nú eru kokkar á fullu að elda en ekki kaupa inn potta og pönnur. Ég ákvað því að googla nafnið á fyrirtækinu og viti menn þá kom ýmislegt í ljós.
Þá kom í ljós að þetta er bara góð saga. Þetta hollenska fyrirtæki er frægt um alla Evrópu, fyrir nákvæmlega sömu sögu, en þeir eru líka að selja hnífasett. Þeir segja að verðið sé mjög hátt (hundrað þúsund kall á settinu), þeir séu að missa af lest eða flugi og geti eiginlega gefið settið eða fengið vaskinn til baka. Alltaf svipuð saga. Þeir eigi hins vegar 5 sett, sem þeir nauðsynlega verða að losna við (helst öll á einum stað).Málið er að þeir eru ekki beint að svíkja, verðmætið sem þetta gjafverð er almennt talið eðlilegt miðað við söluverðið á sambærilegum settum (samkvæmt síðunum um þetta) Einhverjar efasemda raddir hafa verið um gæðin og ýmsir greiða hærra verð en aðrir fyrir þau. Það sem hann gerir er að koma á fölskum forsendum og selja fólki potta sem hefði annars aldrei hugsað sér að kaupa potta. Hann selur heldur bara ekki 1 heldur 5 sett í einu. Sé þetta ekki kolólöglegt á Íslandi er þetta amk. ósiðlegt.
Fyrirtækið sjálft segist ekki stunda svona sölumennsku, og segist nota sjálfstæða söluaðila. Hins vegar hafa þeir vitað af þessu frá upphafi og hefði verið vilji til að stöðva þessa sölumennsku hefðu þeir fyrir löngu gert það. Flestir þeir sem kaupa þessa potta gera ekkert í þessu, þar sem þeir eiga 5 sett af sæmilegum pottum á verði sem ásættanlegt.
Mér finnst rétt að vara menn við þessu. Hafi menn ekki í hyggju að kaupa 5 sett af pottum, eru menn betur settir að fara bara í næstu búsáhaldaverslun og velja sér potta og pönnur sem örugglega standast gæði og hafa viðurkenndan söluaðila. Fyrirtækið sem umræðir heitir http://www.berghaus-wwc.com/ og síða með umræðu um þetta svindl er meðal annars að finna hérna: http://robbevan.com/blog/2004/09/16/berghaus-knives-scam.
20.12.2007 | 16:31
Er Bílgreinasambandið að taka þátt í verðsamráði?
Ég var alveg hissa á að heyra þessa umræðu, ég hef oft notað síðuna þeirra. Maður er ekki á kafi bílasölum og veit ekki hvað er góður eða slæmur díll. Hins vegar er auðvelt að fara þarna inn og finna verðið sem á að vera á bílnum. Maður hefur þá amk. hugmynd hvort það sé verið að reyna að pretta mann.
Það er svo allt annað mál hvort maður prúttar út frá þessu eða bíður mönnum eitthvað miklu lægra í bílinn.
Ég vona að þetta verði ekki til þess að þeir taki þetta út af síðunni hjá sér.
20.12.2007 | 11:17
Uppreisn
Ætli það yrði ekki uppreisn ef einhverjum stjórnmálamanni dytti í hug að nefna þetta.
Ég var einmit að lesa bókina Adventure Capitalist: The Ultimate Road Trip, það kemur fram í fyrsta kafla sú aðdáun að hinum nýríku og klikkuðu Íslendingum sem ætla að sprengja hreinlega upp landið. Ég mæli annars með þesari bók. Þetta er skemmtilegur kall. Verst að maður hafi ekki fattað þetta fyrr. Næsta bók eftir hann sem ég mun lesa er: A Bull in China.
. Kaninn er á fullu að vakna yfir Kína, ég held ég hafi aldrei séð meira um viðskipti í Kína. Ég er nú búinn að lesa þó nokkrar bækur um þetta. Þetta verður sjálfsagt skemmtileg viðbót.
![]() |
Flugeldar verða áfram til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 10:52
En fjármagnstekjur?
Nú þegar það er í tísku að lifa á fjármagnstekjum er spurning hvort þetta verður líka tengt við þær? Það getur bara verið gott mál fyrir millana sem eru að lifa á fjármagnstekjunum sínum að fá umferða sekt.
Ég held annars að þær rosalega hækkanir sem hafa orðið á umferðasektum ættu alveg að duga, nema að þeir ætli að lækka sektirnar fyrir þá sem eru með lægri laun miðað við það sem þær eru í dag. Á einu ári er búið að lækka vikmörkin og hækka þessar sektir upp úr öllu valdi. Á hverjum degi er verið að nappa ömmur á "ofsa hraða" hérna í borginni.
Ég held að sektirnar eins og þær eru komi við kauninn á öllum. Fyrir utan hvað það er búið að setja upp myndavélar víða, að menn geta ekkert keyrt eins og bavínar um allt lengur. Myndavélarnar eru bara of víða til þess.
Mér finnst þessi vikmörk samt vera komin út í öfgar, þótt það sé ekki skekja í búnaði lögreglumanna, þá er samt skekkja í hraðamælum, bara einfaldir hlutir eins og mismunandi dekk og svo framvegis geta gefið smá skekkju. Um leið og það er búið að herða viðurlögin svona mikið var óþarfi að taka á vikmörkunum í leiðinni.
![]() |
Skoðað hvort tekjutengja eigi umferðalagasektir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2007 | 01:57
Skaupið
Ég deili ekki áhyggjum með þeim sem halda að þjóðin muni rísa upp gegn auglýsingunni í skaupinni, eða þeim sem halda að auglýsingin hafi verið keypt of dýru verði.
Ef vel tekst til gæti þetta bara verið skemmtileg viðbót við Skaup, sem oft vilja verða frekar leiðinleg. Það er alveg ágætt mat á skaupinu hversu margir eru farnir út að skjóta. Stundum langar manni að kaupa varabirgðir svona ef þetta væri alveg óþolandi.
Ég er heldur ekki sammála þessum PR snillingum sem segja að þetta sé of dýru verði keypt. Umræðan um Remax hefur verið nokkuð. Hvort sem þetta skilar sér í betri sölu hjá þeim skal ósagt.
Skaupið í fyrra var alveg þolanlegt, og vonandi verður það líka svoleiðis í ár. Leikstjórinn lofar góðu.
18.12.2007 | 15:14
REI, REI ekki um jólin
Nú ríkur Rei Rei myndbandið upp vinsældarlistann hjá Youtube. Merkilegt nokk þá virðist eina ósk myndbandsins ekki ætla að takast, því það hefur einmitt ryfjað upp rei-málið og nú hafa blogg spekúlantar og stjórnmála kverúlantar skrifað um þetta og vita nú allt það sem gekk á bak við tjöldinn.
Áðan þegar ég kíkti var það að nálgast topp 50 vinsælasta myndbandið í dag á youtube. Það er greinilegt að landinn hefur tekið þessu skemmtilega myndbandi og spila það af gríð og erg. Enda húmor í þessu.
Potturinn segir bara: Rei, Rei, ekki um jólin
17.12.2007 | 22:20
Út og suður – aðalega út
Ég veit það ekki en þessi innslög hjá sveitamanninum Gísla í laugardagslögin er eitthvað misheppnaðasta sjónvarpsefni sem er boðið upp á um þessar mundir. Það fyndna við þetta er að hann virðist hafa slegið í gegn. Hjá hverjum veit ég ekki en sjónvarpið er alltaf að segja mér að þessi ófyndni sjónvarpsmaður sé það besta sem þeir geta boðið mér upp á.
Má ég þá frekar biðja um hinn mjúka Erp, sem hefur kokgleypt allan hroka og lofar nú öll lögin sama hversu léleg þau eru eins og honum sé borgað fyrir það (eins og hann væntanlega fær).
15.12.2007 | 10:42
Að fá greitt fyrir að kynna sig
Ég var að lesa grein á Vísi.is, þar sem sagt er frá því að smáband á Selfossi hafi sent Rás 2 350 þúsund króna reikning fyrir að RÚV sendi beint út frá tónleikunum þeirra.
Nú á að greiða mönnum fyrir vinnuna sína!
Hins vegar get ég ekki séð að RÚV eigi að greiða mönnum fyrir að fá kynningu á efninu sínu. Mörg bönd hafa fengið gríðarlega góða kynningu á efninu sínu og sér sem hljómsveit í gegnum Rás 2.
Það er fyndið að heyra að menn segja að þetta sé ólöglegt.
Hingað til hefur þetta nú ekki vafist fyrir mönnum. Þeir hafa val á því að mæta til RÚV og spila fyrir ekkert og fá í staðinn kynningu. Eða að sitja heima.