30.5.2018 | 22:04
Loftræsting - innsteypt
Loftræsting er síalgengari í einbýlis og fjölbýlishús. Við hjá Íshúsinu höfum verið að skoða í samvinnu við viðskiptavini okkar fjölmargar lausnir við innsteypingu á loftræstilögnjum í þessum húsum.
Plastlagnir hafa ekki verið á Íslandi. Hins vegar hafa þau verið leyfð í öllum nágrannaríkjum okkar. Kosturinn við plastlagnir er hversu auðveld þau eru í uppsetningu.
Hérna eru nokkrar áhugaerðar lausnir í kringum plastlagnir í loftræstikerfum. Þetta eru allt myndir sem ég fann á netinu (eigendur myndanna hafa fullan rétt á þeim) og ekki eitthvað sem við höfum verið að selja, en þetta sýnir möguleika við að setja loftræstikerfi í einbýlishús og hjálpar við að fá hugmyndir.
Loftunarventill í gegnum steypu.
Þétting í kringum loftræstibarka
Loftræstibarkar í gegnum loft, málbeygjur settar til að styrkja.
Dreifibox - gegnumtak í gegnum steypu og dreifibox til að dreifa börkum undir steyptu gólfi.
Plastbox sem er nota til að fara úr steypu og niður í herbergi fyrir loftun. Niðri er loftunaventill
Loftbox fyrir loftgrill
Lofræstirör komið fyrir inn í gifsvegg og loft dregið út í gegnum ventil í lofti.
Loftristar settar inn í vegg í gifsvegg.
Frágangur á plastloftræstilögnum í lofti.
Loftræsting í gegnum steypt gólf með flatri loftrist.
Flatir loftræstistokkar undir fölsku lofti.
Loftræstirist í gólfi (sér hönnun og einkaleyfisháð).
Hefðbundin loftræstirist í gólfi (gólfrist).
Flötum loftræstistokkum sem tengjast bæði í vegg og niður um gólf.
Loftræstikerfi með hljóðgildrum til að draga úr hávaða og tengt í dreifibox bæði fyrir innblástur og útsog.
Dæmi um hvernig tenging er á loftræstikerfi í húsi sem er á 2 hæðum og loftræstirör eru niðursteypt.
Gegnumtak í gegnum gólf, fyrir steypun og yfir í flata rist.
Flatir álbarkar sem eru notaðir í gólf, sem er notað vegna kröfu um brunavarnir.
Flatir álbarkar tengdir við þar til gerð dreifibox.
Flotun yfir lagnir í gólfi.
Loftræstilagnir í vegg með einangrun og loftræstistútum.
Loftræsting - frágangur fyrir flotun og frágang inn á baðherbergi.
Frágangur á loftræstingu á baði, annars vegar útsog á baði og hins vegar tengingar á aðrar hæðir í steypu.
Loftræstikerfi með hljóðgildru og loftsíu.
Flatir plastlofræstitokkar í gólfi.
Sívalir álbarkar
Frágangr á loftræstilagnum
Umhverfismál | Breytt 31.5.2018 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2017 | 23:31
Klaufaleg samkeppni við Costco
Logi Bergmann skrifaði ágæta grein um kaupmanninn út í rassgati eins og Costco væri sjálfur djöfullinn.
Logi fær kannski vink þegar hann mætir í sína Melabúð, ég veit það ekki, enda er hann þjóðþekktur. Sú búð er kannski ein af fáum búðum sem gæti talist til kaupmannsins á horninu en þó varla. Ég efast um að þeir þekki alla með nafni, þekki til þarfa hvers og eins kúnna séu jafn persónulegir og gamla góði kaupmaðurinn á horninu. Logi fer reyndar aðeins yfir breytingarnar, en sannleikurinn er að við verslum flest við andlitslaus verslunarfélög. Félög sem mörg hver eru samt í eigu okkar og þrátt fyrir nýfundna viðskiptahæfileika þessara manna, þá er sannleikurinn að þessi félög eru með buxurnar niður um sig.
Þrátt fyrir að það sé meira en 1.5 ár síðan tilkynnt var um komu Costco, hafa matvöruverslanir fyrst og fremst einbeitt sér að því að skera niður kostnað, draga úr þjónustu og einfalda vörurúrvalið. Til dæmis ákvað Kaupás að loka Nóatúni og opna frekar lágvöruverslanir, án efa góð hugmynd til skamms tíma en þegar kemur að samkeppninni við Costco og ef verðið er það eina sem þeir hafa fram að færa, þá tapa þeir alltaf.
Samkeppnin hefur hreinlega verið klunnalega hlægileg. Lækka verðið á vörum sem eru til í Costco og öðrum ekki - jafnvel frá sama framleiðanda - en með annarri lykt. Dýrari símar verða ódýrari en síðri týpur því dýrari týpa fæst í Costco. Jafnvel íslenskir neytendur sjá í gegnum þetta - en við verðum seint sökuð um að vera langminnugir neytendur eða hafa samstöðu. Myndir úr þessum verslunum benda til mikilli söluminnkun og þrátt fyrir að æðið eigi eftir að vara í nokkra daga, þá er Costco ný tegund af samkeppni. Þegar stöðugt er vitnað til að Costco er næststærsti, má ekki gleyma því að þeir hafa gríðarlega kaupgetu. Það má heldur ekki gleyma að Wallmart, stærsti smásali heims, hefur keppt við Costco í sama flokki undir merkjum Sams Club (sem var svar við Costco) og hafa ekki átt séns í Costco. Costco er því allt öðruvísi en aðrir sem hingað hafa komið.
Þetta er ekkert eins dæmi fyrir Ísland. Hefðbundar verslunarkeðjur hafa átt í erfiðleikum, þannig hafa lágvöruverslanir rutt sér til rúms t.d. Lidl í Skandinavíu, Tesco hefur gefið eftir undanfarin ár en virðast loksins vera rétta úr kútnum með skipulögðu aðgerðum. Í Bandaríkjunum hafa margar þekktar stórverslanir verið í verulegum vanda t.d. Macys, Sears og Nordström.
Miðað við aðgerðirnar og tímann sem þeir hafa haft, þá held ég að það sé ýmislegt sem hefði betur mátt fara t.d.
- Netverslun, það bendir allt til þess að þessi þáttur eigi eftir að verða miklu meiri en samt eru matvöruverslanir með litla tilburði til þess að taka þátt í þessu kapphlaupi og nálgast kúnnann (t.d. Bara hvað þú pantaðir síðast, hvenær viltu fá vöruna, auka vöruúrvalið og svo framvegis).
- Rekjanleiki, Raunverulegur vilji til að bjóða fyrsta flokks vöru og sýna fram á það með rekjanleika vörunnar, sýna fram á gæði og koma með vörur sem við vitum hvaðan er og treystum. Beint frá bónda, á ekki bara að vera slógan. Þau hafa hingað til sýnt engan vilja, hafa ekkert fram að færa til að neytendur viti að þeir séu að selja gæða vöru.
- Matbox - Matkassar (hvað sem menn vilja kalla þetta), við sjáum erlendis að þetta er ekki bara bóla. Hins vegar hafa búðir aðlagað sig að þessu, þú mætir í búðina til að sækja kassann þinn og verslar annað sem þig vantar í leiðinni. Þeir selja þér vöruna á premium verði og þú verslar annað sem þig vantar.
- Kjötborð, Fiskborð, Ostaborð. Jafnvel smábúðir erlendis geta boðið upp á slíka þjónustu, en hér heima treysta bara örfáar verslanir sér til þess.
- Ferskir ávextir, þessum verslunum virðist vera ómögulegt að bjóða ferska ávexti.
- Fjölbreytt vöruúrval, við búum reyndar í litlu landi en allar verslanirnar eru meira og minna að bjóða sömu vöruna, fátt sem er öðruvísi jafnvel í verslunum sem reyna að markaðsetja sig sem öðruvísi.
- Persónuleg þjónusta. Á meðan erlendis er þróun í að endurreisa kaupmanninn á horninu, bara sem hluti af stærri keðjum. Hér heima hefur þróunin oftast verið í þveröfuga átt, verslanir hafa mest verið mannaðar af útlendingum og unglingum. Tilraunir til þess að þvinga unglinga til að vera fyndna á kassanum, er algjör misskilningur hvernig persónuleg sambönd við kaupmanninn á horninu virka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2017 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 13:09
Hver er Hinrik?
Mogginn er enn eina ferðina að tala um þennan Hinrik. En hver er Hinkrik? Þeir ættu kannski bara að snúa sér að því að þýða fréttir. Það eru kannski smá líkur á að nöfnin séu þá rétt.
Kannski að blaðamenn Moggans ættu að kynna sér wikipediu.
Svíaprins fimm daga gamall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2013 | 22:30
Algengar spurningar um raka
Hvað eru þurrktæki:
Þurrktæki eru einföld tæki sem fella raka úr andrúmsloftinu. Tæki eru svo með vatnsbakka eða slöngu fyrir niðurföll og nema rakastigið í loftinu. Þau fara svo í gang ef rakastigið er of hátt og safna raka úr loftinu og geyma í vatnsbakkanum eða hleypa vatninu beint í niðurfall.
Hver eru áhrif rakastigs?
Áhrif þess að hafa of hátt rakastig eru fjölmörg, eitt af því algengara sem verið hefur í umræðunni er myglusveppur. Sé rakastig í andrúmslofti of hátt þá myndast aðstæður fyrir myglusvepp til að myndast en í mörgum tilfellum þarf rakastig ekki að vera of hátt nema í 24 klukkustundir svo að myglusveppur geti myndast. Því er mikilvægt að stjórna rakastig og sjá til þess að það sé ekki of hátt.
Hver eru helstu einkenni of hás rakastigs?
Fystu einkenni er oft rakaþétting í gluggum á köldum dögum. Ef raki þéttist á gluggum er það góð vísbending að rakastig sé of hátt og jafnvel svo hátt að það geti valdið tjóni. Sé grunur um of hátt rakastig borgar sig að fjárfesta í rakamæli og mæla rakastigið.
Hvaðan kemur rakinn?
Raki kemur frá mörgum stöðum. Þegar við forum í bað eða forum í sturtu þá gufar vatn upp, þegar við þvoum þvott eða þurrkum þvott, þegar við hitum vatn eða eldum, þegar við svipnum, þegar við komu inn í blautum fötum, þegar við skúrum golf eða hellum óvart niður vatni. Þetta eru bara nokkur af fjölmörgum leiðum sem raki kemst inn í loftið.
Þetta á eingöngu við um raka sem er að koma að innan. Raki getur líka komið að utan t.d. vegna þess að veggir leka, það eru lekar lagnir eða niðurföll eru ekki rétt gerð. Í þessum tilfellum er alltaf nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða og koma í veg fyrir að vatn komist inn.
Hvernig á að koma í veg fyrir of hátt rakastig?
Við á Íslandi eru nokkuð heppin því oftast er útiloft það þurft að það dugir að lofta reglulega og vel til þess að koma í veg fyrir raka. Góð loftræsting og opnir gluggar geta gert mikið gagn, viftur í eldhúsi og baðhergi. Oft er þetta ekki hægt eða einföld loftræsting dugar ekki, þá eru ra
22.1.2013 | 00:32
Loftskipti
Undanfarið hefur farið fram ansi mikil umræða um myglusvepp, því miður virðist sú umræða oft fara fram án þess að kafað sé djúpt í ástæður þess að myglusveppurinn kemur fram.
Vandamálið liggur því miður of oft í hönnun húsa. Hús er ekki hönnuð með eðlilegri loftræstingu eins og ætti að vera. Auðvitað þarf að lofta í venjulegum húsum. Það þarf þó ekki að þýða að við töpum þeim hita sem er inn í húsum, enda eru til ansi góð og einföld kerfi til þess að hita loft sem við losum okkur við, á móti lofti sem kemur inn.
Hitt er að koma okkur einfaldlega upp viftum. Rakastýrðar viftur, sem skynja ef rakastig er of hátt og fara þá í gang. Þurrktækin gera einnig gríðarlegt gagn.
Það er synd að í allri þeirri umræðu sem hefur farið um þessi mál, skuli lítið fjallað um raunverulegar ástæður þess að myglusveppur nær fótfestu.
13.8.2012 | 22:36
Súrt Ostapchuk
Ég horfði svo sem ekki mikið á Ólympíuleikana en ég sá eina verðlaunaafhendingu, sem vakti athygli mína fyrir tvennt. Annars vegar var konan sem fékk gull, ótrúlega mannleg, ég neita ekki að nokkrir óvæntir og neðanbeltis brandarar fuku. Hitt var hversu mikið hún grét þegar þjóðsöngurinn var spilaður.
Þetta var sem sagt kúluvarparinn, Ostapchuk.
Ég sé núna að hún hefur misst titilinn vegna notkunar á sterum. Líklega kemur það ekki á óvart.
Þetta er hins vegar ótrúlega sorglegt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2012 | 15:32
Hvað dregur hann til baka?
Maður hafði aldrei boðið sig fram enda hafði hann ekki aflað nægilega margra undirskrifta. Það er því hæpið að segja að hann sé að draga framboð sitt til baka.
Maðurinn er óþekktur, að ætla að kenna fjölmiðlum um er vægast sagt sérstakt. Hann fékk ekki nægar undirskriftir, sem þýðir fyrst og fremst að hann hafði ekkert bakland. Það eru ekki fjölmiðlar sem búa til bakland, sem er tilbúið að vinna fyrir fólk til að afla undirskrifta, það er einstaklingurinns sjálfur.
Jón dregur framboðið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2012 | 21:43
4x4 bílaleiga
29.4.2012 | 17:48