Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Fúlt

Manni finnst það ótrúlega fúlt fyrir Benedikt að þurfa að hætta aftur, eftir að hafa verið svo nálægt þessu markmiði. Eftir að hafa synt í meira í 10 klukkustundir í sundi og kominn þetta nálægt hljóta þetta að vera gríðarleg vonbrigði.
mbl.is Þurfti að hætta þegar 2,4 km voru eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drullusokkar og drulludelar á Castrup

Það var ótrúlegt að fara um Castrup í dag, það var fullt af drullusokkum og drulludelum. Ég svo sem þekki ekki þetta fólk og veit ekki hvaða innrimann þetta fólk ber, en hins vegar hef ég aldrei séð jafn mikið af drullgu fólki á sama tíma á sama stað. Ekki bara drullugu heldur með nokkra cm af lag af drullu á sér. Ég beið bara eftir sér línu, þar sem gestirnir væri smúlaðir af áhöfnum flugfélaganna sem neitaði að taka við þessum gestum.

Annars var fleira fólk sem kom með mér í vélinni, mér sýndist hálf borgarstjórnin vera að koma frá Rússlandi. Björn Ingi, formaður borgarráðs fær plús fyrir að sita með okkur populnum, ég sá ekki hvar Vilhjálmur Þ sat. Allir aðrir sem ég sá úr borgarstjórn voru með okkur. Það vatnaði þó ekki að nóg var bókað í Saga Class Baltasar hafði eitthvað til að halda upp á, Dr. Þorsteinn Ingi var þarna líka og að lokum gat ég ekki betur séð en að Sturla forseti Alþingis hafi tekið sér sæti þarna líka. Ég sat sjálfur á bekk 23, og glápti ekkert alltof mikið en nóg til þess að sjá þessa koma inn.

Þrátt fyrir þetta var þetta nokkuð betra en þegar ég sótti vin minn um daginn út á flugvöll, þá þurfti ég að bíða í 30 mín vegna seinkunnar, og viti menn Ólafur Rangar fékk super þjónustu og vélin beið.


Eins óspennandi og hugsast getur

Svo sannarlega langar mig ekki til að sjá mynd um hóruheimsóknir Huge Grant.   Ég væri ekki hissa að Divine myndi leika sjálfa sig, enda náði hún nokkura vinsælda í kjölfarið en hefur nú að því er sagt er fallið aftur í gleymsku.

Ég skil bara ekki hver nennir að gera mynd um þetta svo mörgum árum síðar, né heldur að nokkur nenni að glápa á þetta. 

Það er ekki eins og það verði óvæntur endir.


mbl.is Mynd um framhjáhald Hughs Grants
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískir staðlar

Þetta er nokkuð merkileg yfirlýsing, hingað til hafa amerískar fjölskyldur lifað þarna en það hafa ekki verið fréttir af stórkostlegum ótímabærum andlátum þau ár sem Ameríkanar hafa verið hér á landi.   Þetta eru staðlar sem eru líka viðhafðir í Bandaríkjunum, þar eiga sér sjálfsagt slys endrum og eins eins og gengur og gerist.  Hitt er annað mál ef þetta væri jafn hrikalegt og af er látið er ljóst að menn hefðu fyrir löngu uppfært staðlana.

Þessi undanþága er bara tímabundin, og í raun mjög eðlieg.  Að ráðast í þessar framkvæmdir á svo stuttum tíma er nánast óframkvæmanlegar, sérstaklega núna á meðan allar þessar framkvæmdir eru í gangi á landinu. 

  


mbl.is Spilað með öryggi 350 ungra fjölskyldna segir formaður Rafiðnarsambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins opnað til Danmerkur

Þá er loksins orðið fært um hérna í Svíþjóð, starfsmenn bæja og vegagerðar búnir að ná að dæla vatninu af vegunum hérna í Suður-Svíþjóð.

Skrapp til Kaupmannahafnar seint í gærkvöldi og þar var greinilega hin mesta ró yfir, allir sem flúðu Hróarskeldu kvöldið áður og fyrr um daginn greinilega farnir til baka. Enda óvenjurólegt miðað við föstudagskvöld í bænum.

Vegirnir voru opnir alla leið og þar sem hafði verið 1-3 metra djúpt vatn fyrr um daginn voru bara orðnir pollar.

Ég ætti því að geta notað daginn og farið að versla mér buxur, enn er ekkert sólarveður.  Þannig að dagurinn mun vera fínn í að fara í búðir.


Ekki hringja í neyðarlínuna

Fólk er nú hvatt til að hringja ekki í neyðarlínuna út af fullum kjöllurum því það er að teppa önnur alvarlegri hringingar.  Hins vegar séu það tryggingarfélagin sem sjái um að hjálpa fólki, sé það tryggt það er að segja.  

Umferðin gengur rosalega treglega og mér skilst að það sé búið að opna þó leiðina út úr Svíþjóð yfir brúnna, en hins vegar þurfa þeir sem eru að koma inn í landið að fara um sveitarvegi og í gegnum hærra land þangað til menn eru komnir fram hjá verstu köflunum.  

Það er alveg rosalegt hvað umferðin gengur hægt fyrir sig og fólk getur verið fast í bílunum sínum í nokkra tíma að fara smá kafla.

Þegar ég sagði í gamni í gær að ég ætlaði að flýja sólina á Íslandi, meinti ég það nú ekki svona bókstaflega.


mbl.is Fannst látin í vatnsfylltum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein í keppnini en samt í öðru sæti

Hérna er fyndin frásögn af konu sem var ein í bökunarkeppni, en lenti samt í öðru sæti.

Maður hefði reyndar haldið að konugreyið fari að læra að kökurnar hennar hljóta að vera eitthvað mis því fyrir 11 árum lenti hún í þriðja sæti í annari keppni sem hún var líka eini þáttakandinn. Reyndar hefur henni farið eitthvað fram því hún var sæti framar þetta árið.


Excel á sænsku

Það er eitthvað versta sem maður lendir í að nota Excel á erlendu tungumáli, það er nokkuð fyndið og eitthvað sem ég átti ekki von á að Excel skilur alls ekki ensku setningarnar. Bara einfaldir hlutir eins og að gera "average" verður "medel".

Þrátt fyrir að tala nokkra sænsku held ég að ég láti Excel vera hérna í framtíðinni nema að hann sé þá á ensku.

Ekki verri en Kalli

Það er ekki langt síðan ég bloggaði um aðgerðir Kalla Bretaprins til að draga úr menguni sinni og þá velti ég því fyrir mér hvort Ólafur Ragnar yrði ekki að bregðast við. Gamall græningi með rautt hjarta.

Hann stendur svo sannarlega undir væntingum og kominn á hálfgrænan lúxusbíl. Hann kannski notar matarolíu eins og kalli á þann hluta sem brennur olíu.


mbl.is Forsetaembættið tekur í notkun hybrid-bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríið komið

Nú eru nokkrir tímar þangað til ég held í fríið mitt, reyndar er það nú bara um helgina.   Ferðinni er heitið til Lundar í Svíþjóð, ein góð helgi til að slaka á.  

Ég legg af stað í nótt og verð svo sóttur í fyrramálið, það stefnir svo sem í að ég þurfi helgina bara til að hvíla mig eftir hafa vakað í alla nótt, því ég lendi klukkan 6 í fyrramálið í Kaupmannahöfn og verð líklega ekki kominn "heim" fyrr en um klukkan 10, eftir að hafa sinn smá erindum í kaupmannahöfn.

Það voru nokkuð góðar myndir í fréttunum í kvöld, um hvað ég á í vændum: Rigning

Ég efast reyndar ekki um að ég muni blogga hérna um helgina, verð í góðu netsambandi.  Kannski bara meira en undanfarið.

Það var reyndar smá panik áðan, vegabréfið var ekki á þeim stað sem það á að vera. Eftir smá leit fannst það með pappírum seinustu ferðar.  Ég var samt farinn að rifja upp hvort ég mætti ekki örugglega fara á milli þessara landa bara með ökuskírteininu.  Það reyndi víst ekki á það í kvöld.

Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég lenti í vandræðum með þetta, einu sinni fyrir Schengen þá gleymdist að láta mig hafa vegabréfið mitt til baka í tollskoðuninni.  Það uppgötvaðist svo ekki hjá mér fyrr en ég var að fara í næstu ferð.  Þá fór ég til að fá nýtt en var þá látinn vita (hjá lögreglustjóra) að ég ætti til vegabréf þarna.  Ég var nokkuð hissa að menn hefðu ekki bara hringt.

Það fór jú ekki milli mála hver átti vegabréfið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband