10.1.2007 | 10:08
Alltaf eitthvað nýtt
Það skítur alltaf reglulega upp umræða um svindl á netinu.
Hins vegar verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir menn að ná í þessa peninga, þar sem fólk er mun gætnara en áður. Það eru fáir sem falla fyrir þessum bellibrögðum, fólk er farið að læra að smella ekki á hlekki í póstum frá aðilum sem það þekkir ekki.
Þessir aðilar sem eru að stunda þetta mega eiga það að vera ótrúlega hugmyndaríkir í að reyna að ná í peningana þína. Í þessu tilfelli er um mjög lága upphæð að ræða, eitthvað sem þú ert ekki líklegur til þess að gera mjög mikið veður út af. Hins vegar þegar tugir þúsunda greiða nokkra dollara í einu er upphæðin fljót að skrapast saman og viðkomandi kominn með verulegar upphæðir.
Menn verða auðvitað bara að passa sig og íhuga hvað þeir eru að smella á, hvort sem um er að ræða í gegnum heimasíður eða tölvupósta. Þótt hérna séu smáupphæðir í gangi hafa menn lent í að tapa verulegum fjárhæðum.
Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fara varlega um póstheima
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.