9.1.2007 | 21:46
Björn Ingi baunar á Kristján
Björn Ingi Hrafnsson birtir eftirfarandi setningu eftir Kristján Júlíusson:
Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki."
Björn Ingi notar kannski tækifærið fyrst hann er byrjaður að velta þessu hlutum fyrir sér og segir frá sinni pólitísku sannfæringu. Sagan segir að hann hafi verið óflokksbundinn ungur drengur sem vann sem þingfréttaritari á Mogganum þegar Halldór sá efni í þessum unga manni. Ég man ekki hvenær það var en Björn var líka að vinna sjálfstætt við að gefa út bækur.
Maður veltir fyrir sér hvort einhverjar álíka setningar hafi flogið úr munni Björns Inga, ungum kraftmiklum blaðamanni með metnað til að standa sig í eigin rekstri? Það var kannski ekki neinn með hlóðnemann á eftir honum þá.
Athugasemdir
Þú meinar að það hafi bara verið hálfgerð tilviljun að Björn Ingi lenti í Framsóknarflokknum? Hann hafi kannski alveg eins getað lent í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum, bara ef formenn þeirra flokka hefðu verið á undan Halldóri.
Björg K. Sigurðardóttir, 9.1.2007 kl. 21:58
Þetta er auðvitað sem Björn verður sjálfur að svara. Ég held að hann hafi nú ekki haldið Framsóknarskoðunum sínum á lofti á meðan hann ritaði þingfréttir. Íhaldið átti líklega minnst í honum, miðað við að hann var í Röskvu.
Af gamla bjorningi.is:
TómasHa, 10.1.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.