Björn Ingi baunar á Kristján

Björn Ingi Hrafnsson birtir eftirfarandi setningu eftir Kristján Júlíusson:

„Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki." 

Björn Ingi notar kannski tækifærið fyrst hann er byrjaður að velta þessu hlutum fyrir sér og segir frá sinni pólitísku sannfæringu. Sagan segir að hann hafi verið óflokksbundinn ungur drengur sem vann sem þingfréttaritari á Mogganum þegar Halldór sá efni í þessum unga manni.   Ég man ekki hvenær það var en Björn var líka að vinna sjálfstætt við að gefa út bækur.

Maður veltir fyrir sér hvort einhverjar álíka setningar hafi flogið úr munni Björns Inga, ungum kraftmiklum blaðamanni með metnað til að standa sig í eigin rekstri?  Það var kannski ekki neinn með hlóðnemann á eftir honum þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú meinar að það hafi bara verið hálfgerð tilviljun að Björn Ingi lenti í Framsóknarflokknum? Hann hafi kannski alveg eins getað lent í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum, bara ef formenn þeirra flokka hefðu verið á undan Halldóri.

Björg K. Sigurðardóttir, 9.1.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: TómasHa

Þetta er auðvitað sem Björn verður sjálfur að svara. Ég held að hann hafi nú ekki haldið Framsóknarskoðunum sínum á lofti á meðan hann ritaði þingfréttir.  Íhaldið átti líklega minnst í honum, miðað við að hann var í Röskvu.

Af gamla bjorningi.is: 

  • Það fer um mann gamalkunnur straumur þegar maður heyrir af úrslitum Stúdentaráðskosninganna í gær. Vaka fékk fjóra fulltrúa og Röskva sömuleiðis fjóra, en Háskólalistinn oddamanninn eins og í fyrra. Vaka nýtur þess þannig ekki að fá umtalsvert meira fylgi en Röskva og munaði víst aðeins fjórum atkvæðum. Það er ekki mikill munur...
  • Ég var fyrst gjaldkeri Röskvu og fór svo sjálfur í framboð fyrir hönd samtakanna og var í tvö ár í Stúdentaráði og í fjögur ár sem aðal- og varamaður í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Þetta var á þeim árum sem Röskva vann allar kosningar og var í meirihluta í Háskólanum og margt efnilegt ungt fólk skipaði sér í þessa vösku sveit. Í kosningabaráttunni lögðum við mikið undir; sváfum lítið og beittum ýmsum brögðum í bókinni til þess að fá fólk til að kjósa. Einar kosningarnar, þegar ég var líka formaður Félags sagnfræðinema, tókum við Stefán Pálsson okkur stöðu við innganginn að Árnagarði og fórum með samfelldan kosningaáróður frá morgni til kvölds. Ég held að ekki hafi margir farið þar um án þess að stökkva yfir í Odda og kjósa Röskvu, enda Árnagarður kannski ekki þekktur fyrir að vera höfuðvígi þeirra Vökumanna.
  • Á þessum árum gerðist það líka að Röskvuplakötin fengu að hanga óáreitt á göngum Árnagarðs, en plaköt Vöku voru stundum rifin niður. Enginn skildi neitt í neinu og svo sannarlega vörum við Röskvuliðar ekki að rífa niður auglýsingar andstæðinganna. Spurðist svo út meðal Vöku að húsvörðurinn hefði ímugust á þessari tegund plakata og var það látið gott heita. Við í Röskvu fengum hins vegar síðar að vita sannleikann í málinu, því prófessor, sem hér skal ekki nafngreindur, mun hafa þrammað reffilegur milli hæða og tekið niður áróður hægri manna og veið bara býsna drjúgur með sig. Einhverjir munu hafa séð til hans og talið af ákveðnu fasinu að þar hlyti að vera um húsvörðinn að ræða.
  • Í kosningum eins og raunar prófkjörum fréttist jafnan um síðir af ýmsum sem ekki fóru á kjörstað. Sumir gleyma sér, nenna hreinlega ekki á staðinn eða verða fyrir einhverju óláni sem gerir það að verkum að aðilar, sem taldir hafa verið örugg atkvæði, skila sér ekki. Hver einasti frambjóðandi getur sagt sögur af öruggum atkvæðum sem ekki skiluðu sér og þegar vel gengur eru þetta gamansögur sem sagðar eru í hálfkæringi og sagðar til marks um stressið sem heltekur fólk á ögurstundu.
  • En þegar mjótt er á munum gildir öðru máli. Og þegar aðeins munar fjórum atkvæðum fer að versna í því. Ég spái því að Vökufólk hugsi þeim "öruggu" atkvæðum sem ekki skiluðu sér á kjörstað nú þegjandi þörfina og hver og einn frambjóðandi velti nú upp þeim nöfnum í huganum sem hefði kannski verið hægt að draga og kjósa.
  • Við slíkar hugsanir er hægt að dvelja lengur en margir halda...

TómasHa, 10.1.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband