Fór Eykt frá hálfkláruðu verki

Í fréttum RÚV er sagt frá því að byggingarfélagið sem stóð að byggingu Skuggahverfis hafi farið frá hálfkláruðu verki. Að sjálfsögðu neitar Eykt þessu.

Maður hefur heyrt ótrúlega mörg dæmi um að byggingarfélög hafi ekki verið að standa sig, hús hafi verið mjög illa byggð og allir veggir skakkir.  Hraðinn á þessum byggingarframkvæmdum sé svo mikill að menn megi ekki bíða eftir því að steypan þorni almennilega áður en haldið er áfram.

Einnig er það nánast undartekning ef íbúðir eru afhentar á réttum tíma og mér skilst að menn hafi ekki heldur gert það í þessu tilfelli. 

Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem eru sjálfir að sjá um þetta og það getur verið gríðarlega dýrt að sækja svona skaða.  Menn leggja varla í þetta nema að það sé verulegur galli.  Í þessu tilfelli eru menn í blokkinni líklega svon "heppnir" ef hægt er að tala um heppni í þessu máli að það er byggar félag sem getur sótt þetta fyrir menn.

Skuggahverfisblokkir gallaðar? - af rúv.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Það mætti halda að Frjásli Fjárfestingabankinn hafi komið að þessu hverfi, svona miðað við að allt sé gallað eða ílla unnið og ég tala nú ekki um ef það er óklárað!

Óttarr Makuch, 7.1.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband