Bankinn

Ég er að bíða eftir að einhver ákveði að búa til nýjan banka sem heitir bankinn ehf.

Það hlýtur að koma að því að það komi nýr banki til sögunnar, fyrir löngu hefði átt mátt búast við erlendri samkeppni.

Nú er í tísku að skýra svona fyrirtæki og stofnanir svona stuttum víðtækum nöfnum. Dæmi um þetta eru bæði Blaði og svo núna seinast Flokkurinn.

Menn virðiast ekki hafa orðið neit ímyndunarafl lengur á góðum nöfnun.

Ég verð hrifinn af Bankanum ef hann lækkar vextina hjá Íslendingum og ræður fólk sem eru ekki á þannig launum að hægt sé að ráða Duran Duran í veislurnar.

Eru menn með mér í þessu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Sæll Tommi, ég verð að segja að Bankinn er alls ekki svo slæmt nafn á Banka og erlendir grínleikarar eiga örugglega auðvelt með að bera fram nafnið. Stundum betra leita ekki langt yfir skammt.

Annars skilst mér að Baggalútur sé m.a. ágætis hljómsveit og eigi nokkur góð jóla og áramótalög sem þykja ekki svo slæm.

Davíð, 7.1.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: TómasHa

Einmitt, það er  örugglega betra nafn en mörg önnur á svona fyrirtæki. Það er bara svo fyndið þegar menn eru að koma upp með svona nöfn.  

TómasHa, 7.1.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband