Tekið með hæfilegum efa

Ég held að það þurfi að taka svona fréttir af hæfilegum efa.  Ekki það að ég sé að gera lítið úr þeim andlátum sem greint er frá í fréttinni,  en það er ekki endilega hægt að tengja þessar hengingar beint við fréttina. 

Það er auðvitað rosalegt að þetta myndband hafi leikið á netið, það er nógu slæmt að þessi framkvæmd hafi farið fram að þetta sé ekki að ganga á milli manna. Menn hljóta að fá viðbjóð af því að horfa á þetta, ég hafði amk. ekki geð í að klára að horfa á myndbandið. Ég tók fyrst hljóðið af og slökkti svo áður en sjálf aftakan fór fram.

Staðreyndin að sögur fara oft af stað.  Nú veit ég ekki hvort það sé í gangi núna og ætla ekkert að fullyrða um að þetta sé ekki allt satt og rétt.   


mbl.is Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband