30.12.2006 | 18:24
Aftaka í boði Hótel Búða
Það hlýtur að vera mjög óheppilegt að vera með auglýsingamyndband á undan myndbandi eins og aftöku Saddams. Um leið og myndbandið er skoðað núna kemur hversu gott er að búa á Hótel Búðum og svo kemur hið alvarlega myndband.
Blaðið lenti í svipuðu þegar þeir voru að auglýsa vörur með því að fella þær inn í fréttir, án þess að það hafi verið meiningin kom inn mjög óheppileg auglýsing, sem er eins og sú vara hafi eitthvað með málið að gera.
Menn hljóta að velta þessum hlutum aðeins fyrir sér, eða hafa þann möguleika að birta engar auglýsingar fyrir framan óheppilegar fréttir.
![]() |
Saddam Hussein leiddur að gálganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.