Sigmar á sérsamningi

Salvör benti á það í dag hversu fáir starfsmenn RÚV skrifa blog, þá ryfjaðist upp fyrir mér mál fréttaritara á Suðurlandi sem skrifaði flipp blogg um Baugsfeðga, á bloggi sem hann taldi enga lesa.   Hann þurfti að taka pokann sinn (um sinn) og í kjölfarið þorði RÚV ekki annað en að setja starfsmenn í bloggbann.  Amk. hurfu allir RÚV pennarnir.

Nú kemur Sigmar (vinsælasti bloggari Íslands um þessar mundir) fram á ritvöllinn og það með style, nú velta menn því fyrir sér hvort ekki sé í vændum að fleiri penna frá RÚV eigi eftir að koma fram eða hvort Sigmar sé á einhverjum sérsamningum.

Sigmar má eiga það að hann hefur verið óhræddur við að blogga um umdeild málefni, bæði deilt á samkeppnisaðila, sagt frá höfuðskrauti gesta sinna og sagt frá gestum á leið í Kastljós.  Hann heldur starfinu enn þá.   Hann má eiga það að hann hefur sest niður og skrifað af yfirvegun, en ekki í einkaflippi órökstudda sleggjudóma um fólk.

Innan stofnunarinnar eru ótrúlega margir klárir pennar, og væri gaman að sjá fleiri koma fram.  Fólk þarf auðvitað að skrifa bara undir eigin nafni, en ekki í nafni stofnunarinnar. Öll höfum við vinnu, og þurfum að greina á milli þess sem við megum og megum ekki skrifa um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband