28.12.2006 | 00:29
Mútur
Njú hlýtur almeningsálit í Hafnarfirði að snúast á punktinum, 180° og ekkert minna. Heill geisladiskur í vasann! Auðvitað velja þeir heimamanninn Bó.
Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum margra sem líta nánast á þetta sem mútur.
Hvað segði þetta um Hafnfirðinga ef satt væri.
Ætli þessi brandari sé viðeigandi á þessum tímapunkti?:
Kópavogsbúi, Reykjavíkingur og Hafnfirðingur, voru saman í sundi þegar þeir hittu galdramann í lauginni. Galdramaðurinn sagði við þá: Þegar þið stökkvið ofan í laugina og segið eitthvað, þá fyllist laugin af því. Þið megið eiga allt saman ". Fyrst stökk Kópavogsbúinn ofan í laugina og sagði ,,gull". Þá fylltist laugin af gulli.
Svo kom Reykjavíkingurinn og stökk ofan í laugina og sagði ,,demantar". Þá fylltist laugin af demöntum. Svo kom Hafnfirðingurinn og rann á bakkanum og sagði ,,shit" áður en hann datt ofan í laugina.
p.s. Bó er greinilega ekki sá kóngur sem okkur var gefið til kynna fyrir jól, hann á bara álrisa sem aðdáanda eða hvað? Hefði ekki verið nær að gefa honum "álplötu"?
Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Heldur Alcoa virkilega að hægt sé að kaupa sér friðþægingu Hafnfirðinga með því að bjóða þeim á tónleika og senda þeim geisladisk? Mikið vona ég að bæjarbúar séu ekki svo einfaldir. Sjálf ætla ég að endursenda diskinn með skilaboðunum "mitt atkvæði er ekki til sölu".
Guðrún (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 01:23
Ég trúi því bara ekki að atkvæðið sé til sölu fyrir ein geisladisk. Svo einfalt er það.
TómasHa, 28.12.2006 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.