26.12.2006 | 19:08
Ingvi Hrafn og nýja stöðin
Töluverða athygli hefur vakið að Ingvi Hrafn er byrjaður að blogga og er að koma með nýja Sjónvarpsstöð. Ég hef sjálfur bloggað um málið, með efasemdir um gang sjóvarpsstöðvarinnar. Það skal þó tekið fram að þetta var fyrst og fremst fjárhagslegar efasemdir um gang hennar. Þeir eru að fara út á ný mið og með tækni sem ég held að of fá viðtæki séu í boði til að auglýsendur muni hoppa með.
Hins vegar sé ég þegar ég les bloggið hans, hversu margir hafa sterkar tilfinningar gegn honum. Ótrúlega margir sem óska honum alls ills. Ég er ekki í þeim hópi, enda fíla ég að hlusta á Hrafnaþingið. Það er líklega spennandi hluti þess að þessi nýja sjónvarpsstöð er að koma fram.
Hins vegar sé ég þegar ég les bloggið hans, hversu margir hafa sterkar tilfinningar gegn honum. Ótrúlega margir sem óska honum alls ills. Ég er ekki í þeim hópi, enda fíla ég að hlusta á Hrafnaþingið. Það er líklega spennandi hluti þess að þessi nýja sjónvarpsstöð er að koma fram.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.