Engin þjónusta

Veit ekki hvort þetta er sama fyrirtæki en í sumar fór ég til Mývatns og áttaði mig á því að það var mikill skjálfti í dekkjunum mínum. Eftir að hafa leitað mér upplýsinga var mér bent á vélaverkstæðið í bænum eða bóndabæ.
vélaverkstæðið samþykkti að taka við mér (á föstudagskvöldi) en síðar hringdi eigandinn og sagðist ekki getað komið. Ekki var heldur í boði að fá þjónustu daginn eftir. Hann benti hins vegar á bóndabæ í grendinni sem gæti gert þetta.

Ég hringdi í bæinn og fékk þau svör að ég væri velkominn, þetta væri nú lítið mál. Ég brunaði því á bæinn. Þegar á bæinn kom var þar gamalmenni, en sonur hans núverandi bóndi gerði bara lítið úr föður hans og andlegu ástandi. Hann væri ekki til mikils. Hann sjálfur væri á leiðinni á skemmtun og nennti því ekkert að hjálpa mér.

Eftir nokkra reikistefnu með þeim sem voru í bílnum og þeim sem þekktu til, var ákveðið að halda suður en gæta þess að kæra á mjög lágum hraða (innan við 60), því var farin hálendis og beina leiðin til að vera ekki fyrir.

Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hissa á gestrisni Mývetninga, en hingað til hefur maður alltaf getað treyst á hreint ótrúlega gestrisni og hjálpsemi í sveitum landsins.
mbl.is Eldur í Malarvinnslunni í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er nú óþarfi að vera svona langrækin..

Óttarr Makuch, 25.12.2006 kl. 22:41

2 identicon

Sé ekki að þessar "hugleiðingar" komi þessari frétt við og þaðan af síður að þær bæti einhverju við hana.  Núll stig.

Þórarinn Pálmi Jónsson (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 22:51

3 Smámynd: TómasHa

Þórarinn, mér finnst leitt að þessar "hugleiðingar" séu ekki af þínu skapi. Hins vegar eru þessar "hugleiðingar",  þær sem komu fram um leið og ég las fréttina þar sem mér sýndist húsið vera það sama og það sem bauð ekki upp á þjónustuna.

Þórarinn, þú kannski klikkar bara ekki næst þegar þú sérð "tomasha" við frétt.  Þitt lýðræði til þess að hafna fréttabloggum. 

TómasHa, 25.12.2006 kl. 23:03

4 Smámynd: TómasHa

Langrækinn?  Þetta gerðist nú bara í sumar.  Maður er nú langræknari en þetta.

TómasHa, 25.12.2006 kl. 23:04

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Það var nú samt óþarfi að kveikja í kofanum  

(svo það misskilja það nú enginn, þá er brunin ekki fyndinn)

Óttarr Makuch, 25.12.2006 kl. 23:09

6 identicon

TómasHa, stundum má satt kjurrt liggja.  Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla geta menn hugsað sér margt betra en slíkt áfall og það á sjálfan jóladag.  Af skrifum þínum að dæma geri ég ráð fyrir að þú þekkir lítið til í Mývatnssveit.  Mér þykir það þess vegna ósmekklegt að spyrða við þessa frétt einhverja ferðasögulífsreynslu sem þú varðst fyrir og hefði augljóslega getað verið betri.  Hún tengist þessu húsi og þar með þessari frétt hins vegar tiltölulega lítið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Þórarinn Pálmi Jónsson (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 23:29

7 Smámynd: TómasHa

Af myndunum að dæma, sýndist mér sama hús vera þar sem mér var bent að ég gæti fengið dekkið viðgert.  Þetta er sú saga sem ég hef að segja, þetta er sú reynsla sem ég tengdi við þetta hús. Þannig virkar blogg. 

Ég geri mér grein fyrir því að menn sem gjörþekkja staðin átti sig á því hvaða menn eru hérna á ferðinni. Ég þekki þá ekki neitt nema af þeiri leiðinilegu lífsreynslu sem ég fékk af þeim, þarna þegar ég þurfti aðstoðar við.  Ég hef ferðast um allt land og hvorki fyr né síðar hef ég lent í slíka þegar ferðalangar eru augljóslega í nauð.

Ég ætlaði að sjálfsöðgu ekki að gera lítið úr því áfalli sem Mývetningar fengu út af þessu.

Enn og aftur þá er þetta bara hvernig bloggið virkar, þegar ég las þessa frétt rifjaðist þetta upp fyrir mig, saga sem mér fannst eiga heima á blogginu mínu.  Menn geta svo deilt um hvort fréttatengingin hafi átt rétt á sér. Það var bara mitt mat þarna að svo væri.

TómasHa, 26.12.2006 kl. 00:38

8 identicon

mér finnst þetta hræðilegt sem gerðist í Mývatnsveit maður slasast fyritæki brunnið til kaldra kola. fyrir ekki mánuði síðan keypti Malarvinslan á Egilstöðum fyritækið Sniðil margir í Mývatnsveit vinna þar spurningin er ætlar Malarvinslan að endurreisa þessa starfsemi sem er þar ég bara spyr

lára ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 00:49

9 Smámynd: TómasHa

Ég skal fyrstur manna viðurkenna að þekkja ekki nægjanlega vel til aðstæðna með þetta hræðilega slys.  Það er auvitað mjög slæmt fyrir jafn viðkvæmt svæði eins og Mývatn, þar sem atvinnulífið er enn að jafna sig eftir brothvarf stórs vinnuveitanda. 

TómasHa, 26.12.2006 kl. 00:58

10 identicon

TómasHa, mér finnst þú ekki geta skotið þér á bak við "af-því-bara" afsökun á borð við "þetta er bara hvernig bloggið virkar".  Blogg byggist á því að þeir sem það nota geti ritstýrt sjálfum sér og beri skynbragð á það hvað á erindi til þeirra sem það lesa.  Mér er hjartanlega sama hvað þú skráir á þitt einkablogg, þeir sem þar eru reglulegir gestir vita líkast til að hverju þeir ganga.  Tenging af frétt á einum fjölsóttasta fréttavef landsins breytir að mínu mati þeim forsendum sem þú skráir þína færslu undir og gerir ríkari kröfur til þín sem ábyrgs höfundar.  Fréttin fjallar um stórbruna þar sem tjón skiptir tugum milljóna króna.  Bloggið þitt lýsir því hvernig væntingar þínar um að fá þjónustu utan hefðbundins vinnutíma brugðust, samskiptum þínum við aðila alls ótengda fréttinni og hvernig þú tókst á við vandræði þín á ferðalagi.  Með öðrum orðum, það er engin tenging við fréttina og ég skora á þig að rjúfa tenglsin ef það er tæknilega hægt og vertu maður að meiri ef þú gerir það.

Þórarinn Pálmi Jónsson (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband