24.12.2006 | 11:42
Gleðileg Jól
Ég tók þátt í lokametra vitleysunni og náði í seinustu jólagjafirnar í morgun. Reyndar er þetta hefð, en við förum með pabba og verslum á aðfangadag. Þetta höfum við gert í meira en 20 ár, en það hefur allt verið undirbúið og listinn ákveðinn.
Sem reynslubolti í þessum efnum styð ég þá kenningu að jólaverslun hafi verið með mesta móti á aðfangadag, það er líklega betra að meta þetta á aðfangadag þar sem vitleysan er ekki í botni líkt og á Þorláki.
Að þessu sinni var listinn frekar stuttur hjá , en samt nógu langur til þess að skila smásölum þeim krónum sem þeir þurftu til að eiga gleðileg jó.
Svo maður blandi aðfangadagspólitík inn á málið, þá er varla mikið volæði í gangi í landi með slíka verslun.
Ég vil að lokum bjóða öllum lesendum síðunnar gleðilegra jóla!
Met sett í smásölu fyrir þessi jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir það sömuleiðis og vonandi hefur jólakortið glatt þitt litla hjarta.
Árni Torfason, 24.12.2006 kl. 18:54
Heyrðu, það var snilld!
TómasHa, 25.12.2006 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.