24.12.2006 | 02:18
Logið að blaðamönnum
Í morgun las ég blaðið og rak augun í umfjöllun um skilríkjafalsanir, fljótlega eftir að ég fór að lesa bloggin í morgun rakst ég á umfjöllun Ólafs Nils og annara bloggara um málið.
Ég gat ekki gert af því að ég var nú ekki viss, hvað var satt og hvað var logið. Eftir að hafa hafa lesið færsluna hans Ólafs grunaði mig að Ólafur sæti í súpunni, eftir að hafa sagt of mikið við fréttamann og óttast kæru. Viðkomandi blaðamaður hafi einfallega birt nafnið án þess að spyrja.
Hins vegar eftir að hafa lesið umfjöllunina, virðist nokkuð augljóst að Ólafur er að segja satt (eða hann er virkilega heimskur!). Frásögnin var sögð nánast með barnslegir einlægni hvernig hann plottar upp glæpinn, frásögn af útibúinu, frá sögn af græjunni og að lokum frásögnin árstíðarsvefunum. Allt útlistað mjög vandlega.
Ég veit þó ekki hvort ég sé í hópi þeirra sem finnst þetta sniðugt, amk ekki viturlegt fyrir Ólann. Ég viðurkenni að þetta var freistandi tækifæri, en líklega nokkuð vanhugsað því væntanlega mun þetta hafa einhverjar afleiðingar. Ólinn hlýtur að verða kallaður í viðtal við lögreglu, sem á eftir að fylgjast með honum sem "grunuðum" í einhvern tíma.
Blaðamenn Blaðsins eiga eftir að svara fyrir sig, ekki eiga þeir eftir að láta koma svona fram um sig og sín vinnubrögð án þess að svara. Þeir eiga væntanlega öll gögn, sem þeir geta látið lögreglu fá. Nýr ritstjóri er frekar seinheppinn að á hans fyrstu dögum, dagi svona verkefni uppi á hans borði.
Ég dáist samt af því að halda úti þessari lygi, sagan er pottþétt með ýmsum smáatriðum sem eru úthugsuð. Salan, dreifingarleiðinar og fleira sem hefur þurt að halda alveg pottþéttum.
Sé þetta ekki satt, þarf Blaðið væntanlega að endurskoða eitthvað vinnubröðgin sín. Í svona skúbbi þarf væntanlega trúverðugra vitni, og eitthvað fastara fyrir áður en farið er af stað með svona sögu í birtingu.
Var t.d. ekki hægt að fá staðfest frá unglingi sem hafði keypt, eða þóst vera unglingur að kaupa. Þeir hafa hugsanlega gert það og fengið jákvæð viðbrögð? Maður veit aldrei.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ég hef fylgst nokkuð með blogginu hans Óla og hann er einn af fyrstu bloggurum hér á síðunni. Ég veit að hann er skagamaður og er/var að vinna í álverinu á Grundartanga. Hann hætti ekki í skóla vegna þess að fölsun gekk svo vel hjá honum, eins og kemur fram í greininni. Blaðamaður hringir í hann þegar hann er með fullt fang af sjónvörpum og öðrum tækjum og snúrum og biður þess vegna blaðamann um að hringja í sig eftir klukkustund. Það er ýmislegt sem menn geta látið sér detta í hug á þeim tíma og eftir lestur síðunnuar hans Óla þykist ég vita að hann er bæði fyndinn, fullur af góðum hugmyndum, grallari og mikill prakkari. Ólinn minnir mig pínulítið á sænskan dreng sem við Íslendingar þekkjum vel og var gjarnan kallaður Emil í Katthotli.
Þegar blaðamaður lætur slíkum dreng klukkutíma til að hugsa upp nýtt prakkarastrik þá finnst mér útkoman vera nokkuð eftir því sem við var að búast.
Blaðamaðurinn hinsvegar þarf að kanna aðeins betur næst þegar hann fer af stað með frétt af bláókunnugum manni úti í bæ, sem hann hefur aldrei hitt, hvort ekki sé betra að afla sér betri heimilda, því stundum er betur heima setið en af stað farið...
Einhver hefði átt að segja við blaðamanninn að þetta væri of gott til að vera satt.
Flestir sekir glæpamenn játa ekki allt heila dótið og koma fram undir nafni, heldur þvert öfugt. Á það ber að líta!
Davíð, 25.12.2006 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.