Ótrúleg flóð

Þetta hafa verið hreint ótrúlega fréttir af þessum flóðum á Suðurlandi. Maður trúir bara ekki sínum eyrum, og það liggur við að maður þurfi að álpast þarna austur eins og sannkallað borgarbarn á lita fólksbílnum bara til að skoða þetta.

Reynar er ég kunnugur á þessum slóðum eins og svo mörg önnur borgarbörn, en ég eyddi sumrunum á árunum 1986 til 1994 á þessum slóðum. Þá var maður allt frá því að vera fjósadrengur og upp í að vera fullvaxinn vinnumaður.

Það var því ótrúlegt að heyra bóndann á Björnskoti, þar sem ég var einmitt í sveit, segja frá því að jörðin væri á floti. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort fréttamaðurinn þekkti til bóndans, því ef Björnskot er á floti eru væntanlega allir bæirnir í kring líka á floti, sérstaklega Vesturkot, sem er nær ánni.   Það kom samt fram eins og það væri bara þessi bær.  Ég hef heyrt annars staðar að Fjall sé líka umflotið.

Úr þessu úrlausnar efni væri sem sagt bara ein lausn, en það væri að keyra austur og kynna sér málið.

Ég ætla hins vegar að láta af öllum slíkum fyrirætlunum, og halda mér í bænum og bíða eftir skötunni.


mbl.is Heilu sveitirnar eins og stöðuvatn yfir að líta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Torfason

Vesen á þessu flóði að vera ekki þar sem aumingja Wilson liggur grátandi í fjörunni.

Árni Torfason, 23.12.2006 kl. 13:43

2 Smámynd: TómasHa

Nei, þetta er ótrúleg seinheppni að skella dallnum á land svona Vestarlega :)

TómasHa, 23.12.2006 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband