Ritskoðun, moggabloggið og wikileaks

Margir bloggarar hafa lent í stóru ritstjórnarlöggunni á Moggabloggins og margir hafa kvartað mikið undan því. Það er eiginlega ótrúlegt að ætla að fá að skrifa hvaða rugl sem er hérna og fá að komast upp með það án ábyrgðar.

Reyndar virðast menn komast upp með það ef menn eru þjóðþekktir rugludallar.  Þótt pistill Stormskers sé skemmtilegur aflestrar, get ég ekki séð hvernig er hægt að líða slík sóða skrif um forsetann á sama tíma að loka bloggum einhverja sem eru að hýja í áttina að forsetanum. 

Annars er Moggabloggið ekki eina bloggsamfélagið sem hefur verið að "ritskoða" menn.  Wordpress kerfið ku reka menn í burtu ef þeir vísa á ólöglegt efni (veit ekki til þess að moggin geri það - það kemur í ljós).  Piratebay hefur verið að promotera blogkerfi hinna frjálsu.  Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju menn sem hafa áhuga á að drulla yfir mann og annan fá sér ekki bara eigið lén og eigin vefhýsingu. Það kostar nokkra dollara á mánuði og bloggkerfið er tilbúið með nokkrum smellum.   Það er skemmtilegt að þessir gaurar verja málfrelsið og villja að menn styðji wikileaks.  Síða sem fáir Íslendingar höfðu heyr af þegar einhver ákvað að leka þessu á wikileaks. 

Meira að segja Google hefur nú verið neyddir til þess að upplýsa um bloggara sem drullaði yfir módel í New York. Þetta á að vera gert með ip-töluni, vonandi fyrir viðkomandi var ekki rétt ip-tala notuð. Hafi rétta IP-talan verið notað er það vonandi lærdómur fyrir þá sem ætla að drulla yfir fræga vini að gera það með því að hylja IP töluna.Annars er Moggabloggið ekki einir um að reka fólk sem er fylgir ekki stefnum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband