Magnús Þór á Útvarpi Sögu

Það vekur athygli að það skuli vera búið að taka Margréti Sverisdóttur úr loftinu á Útvarpi Sögu, þar sem hún auglýsti flokkinn. Þetta var blásaklaus auglýsing þar sem fólk var hvatt til þess að ganga til liðs við flokkinn.

Í stað Margrétar er Magnús Þór farinn að auglýsa flokkinn, auk þess sem hann keyrir eigin auglýsingar þar sem hann óskar fólki gleðilegra jóla.

Það vekur athygli að fyrst Margrét var tekin úr loftinu afhverju varaformaður les þessar auglýsingar en ekki formaður. Óttast þeir félagar meira um stöðu Magnúsar, enda sé hann umdeildari heldur enn formaðurinn og menn óttist að Margrét muni byrja á að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband