19.12.2006 | 16:11
Risa gagnamiðstöð
Vísir segir frá því að BT sé að hugsa um að koma með 100 þúsund fm gangamiðstöð hingað til lands. Það skildi þó ekki vera að vefhýsing myndi lækka í kjölfarið. Bakcup þjónusta ætti amk. að gera það. Væntanlega þarf að svera upp pípuna að og frá landi.
Kanna möguleika á 100 þúsund fermetra gagnamiðstöð hér á landi
Breska stórfyrirtækið BT Group, sem áður hér British Telecom, hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100.000 fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Data Íslandia.
Þar segir einnig að fyrirtækið muni veita BT Group alhliða þjónustu við langtímagagnavistun og stýringu rafrænna gagna, en verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Segir Data Íslandia að allt að 200 ný störf munu skapast í kringum starfsemi sem þessa á Íslandi, sem og stofnun nýrra stoð- og þjónustufyrirtækja.
Í tilkynningu segir enn fremur að meginástæður fyrir ákvörðun BT á að framkvæma hagkvæmniathugunina sé hreinleiki íslenskrar orku, áratugareynsla hér á landi í vistun rafrænna gagna og efnahagslegur stöðugleiki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathuganinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna.
BT Group, með höfuðstöðvar í London, er eitt af stærstu fyrirtækjum í fjarskipta- og upplýsingatækni í heiminum og þjónustar milljónir viðskiptavina í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í Bretlandi er BT með leiðandi markaðshlutdeild og þjónar meir en 20 milljónum viðskiptavina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.