19.12.2006 | 15:48
Gáfumanna blogg
Ég hef nú bloggað á blog.is í sólarhring, ég er bara nokkuð hrifin af þessu kerfi miðað við önnur kerfi sem ég hef notað. Miðað við önnur bloggkerfi er útlitið flottar og minna er af auglýsingum, ég er líka mjög hrifin af því hvernig er hægt að blogga út frá auglýsingum.
Það sem ég tók tiltölulega fljótlega er að notendur blog.is eru eldir en í hinum kerfunum. Það birtist minna af prump og reka við færslum hérna en meira af massífum pælingum. Þó svo að ég hafi sjálfsagt gerst sekur um að blogga þunnan þrettánda, miðað við doðrantafærslur margra spekinga, sem snerta ekki lyklaborð fyrir minna en 2 skjáfylli.
Ég velti fyrir mér afhverju þetta sé svona hjá blog.is, ætli það sé vegna tengingarinnar við mbl.is, það virðist vera að margir þessara penna séu að blogga af alvöur í fyrsta skipti. Tengingin við fréttirnar hafi ýtt fólki út í þetta?
Athugasemdir
Ég er líka ansi hrifin af þessu kerfi... mjög svo
Gunnar svíafari (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.