Guðmundur farinn

Það kemur svo sem ekkert á óvart að Guðmundur hafi óskað eftir því að láta af störfum, reyndar svo snögglega að hann lét ekki einu sinni sjá sig í Kastljósviðtali sem hálf þjóðin beið væntanlega eftir.  

Sjálfsagt er réttast fyrir Guðmund að taka sér gott frí og meta stöðuna.  Sjálfur hélt hann áfram að grafa sína eigin gröf með ótrúverðugum yfirlýsingum um að viðmælendum stöðvarinnar hafi verið gefin fíkniefni.  Hver trúir þessu? 

Félagsmálaráðherra var hálf vandræðalegur þegar gengið var á hann og hann spurður hvort hann hefði fundið stjórnina.  Svörin  voru loðin og eftir smá töf, sagði hann að málið væri í vinnslu.  Hversu erfitt getur verið að finna stjórn á svona samtökum, þeir hafa greitt milljónir og milljónir ofan og hjóta að hafa gert einhverjar athugandir.  Það hlýtur að vera aðgengi að endurkoðum reikningu, og svo hlýtur að vera hægt að fá fundargerðir aðalfuda eins og hjá öllum öðrum félögum.


mbl.is Guðmundur lætur tímabundið af störfum fyrir Byrgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband