18.12.2006 | 17:29
Umræðan um Byrgðið
Umræðan í dag hefur komið mér nokkuð á óvart, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sammála því hvernig Kompásþátturinn sýndi þetta og fannst ýmislegt vanta upp á þáttinn. Hins vegar eru mun fleiri sem gagnrýna þáttinn en ég sá fyrir mér. Ég átti von á því að umræðan myndi snúast um meintan pervertisma frekar en fréttamennskuna. Mig grunar að Stöð 2 menn séu sama sinnis.
Auðvitað á ekki taka menn af lífi án dóms og laga, hins vegar hljóta þeir hjá Stöð 2 að hafa svo sterkar vísbendingar að þetta sé algjörlega óhrekjanlegt, jafnvel í þessum meiðyrðamálum. Þeir fullyrða það statt og stöðugt að málið hafi verið rannsakað í 3 mánuði, þeir hafi 20 mismunandi aðila sem séu ótengdir og segi allir sömu sögu. Frásagnir Guðmundar voru auk þess vægast sagt mjög ótrúverðugar.
Hins vegar er ég mjög sammála þeim sem benda áhersluna á hvað var gert þegar inn fyrir veggi hjónaherbergisins var komið. Aðalatriði í mínum huga er að hann er með fólk á mjög viðkæmum tímum, fólk sem er niðurbrotið andlega og er að leita sér að hjálp.
Varðandi umræðu um að það hefði átt á hlífa ættingingjum Guðmundar, getur það einfaldlega verið mjög erfitt. Hhvernig hefði áttað koma fram með þessar ásakanir án þess að bent væri í áttina að honum. Hefði t.d. verið betra að kalla hann forstöðumann meðferðarheimilis á Suðurlandi?
Stjórn Byrgisins í meiðyrðamál vegna umfjöllunar í Kompási | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér í mörgu. Því miður þurfu þeir nánustu að líða fyrir hegðun Guðmundar Jónssonar en stundum eru stærri hagsmunir í húfi. Hér er umfjöllun mín. Kv. Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 18.12.2006 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.