16.12.2006 | 19:39
Gamalt vín á nýjum belgjum
Ég held að þessi orð lýsi ágætlega þessa nýja merki. Þetta er enn einn kattarþvotturinn á andliti flokksins, væntanlega ætlar flokkurinn ekki að koma fram með EXBÉ hugmyndina frá því í vor.
Þar með eru seinustu teningar við bændurnar horfnar, flokkurinn ekki lengur gamaldags bændaflokkurinn heldur nútíma flokkur, ekki lengur traktor heldur Hummer.
Reyndar kæmi ekki á óvart að kosningabílinn hjá þeim í næstu kosningum yrði Hybrid bíll. Í anda nýs tíma. Nútímalegur umhverfisflokkur.
Það verður fróðlegt hvaða útspil þeir koma með næst, seinast byrjuðu þeir að auglýsa mjög snemma í sjónvarpi 90% lánin. Eitthvað eru kosningasmalar flokksins að velta fyrir sér.
Í seinustu borgarstjórnarkosningum kom samt fram ný hlið sem ég held að framármenn í flokknum hafi nokkar áhyggjur af. Þrátt fyrir að hafa eytt meira en nokkru sinni var fylgisaukningin með auglýsingunum mjög lítil. Rétt nóg til að koma að einum manni, en ekkert í samanburði við t.d. fylgisaukninguna fyrir seinustu alþingiskosningarnar.
Hluti skýringinarinnar liggur i því að "framsóknaróþolið" hefur vaxið mjög. Framsókn hefur sýnt sig að vera frekar atvinnumiðlun frekar en stjórnmálaflokkur og þeir atburðir sem voru í gangi nýverið í Reykjavík sýna þetta. Meira að segja Kaffiuppáhellurunum er launað með bitlungm, eitthvað sem hinir flokkarnir leyfa sér ekki í sama mæli. Fólk veit þetta.
Stóra spurningin fyrir vorið er því hvort Framsókn nær að vinna á óþolinu. Ólíklegt en ekki ómögulegt verkefni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.