Vodka.com fyrir 3 milljónir dala

Í dag seldist lénið vodka.com fyrir litlar 3 milljónir dala, það var lénasölu fyrirtækið þýska SEDO.com sem sá um söluna.

Það var rúsneskur Vodkaframleiðandi sem keypti lénið, en þeir ætla sér stórahluti á Bandaríkjamarkaði.

Þessi lénabuisness hefur verið alveg ótrúlegur, ótrúlegt hvað menn hafa verið tilbúnir að greiða fyrir lén, en í fyrra þegar eu lénin fóru á markað átti að gera allt sem hægt var til þess að koma í veg fyrir að braskað væri með þau lén en svo fór sem fór, margir greiddu formúgu fyrir þessi lén.

Öll sniðug .com lén eru auðvitað fyrir löngu komin í hendur bröskurum og nánast vonlaust að finna góð lén á lausu.  Hins vegar er auðvitað hægt að kaupa af fyrirtækjum eins og sedo góð lén oft fyrir lítinn pening. 

Íslendingar hafa fengið smá nasasjón af þessu, einhver ætlaði að græða vel á að skrá lén eins og sedlabanki.com.  Kannast ekki við að þessir graurar hafi grætt krónu, en hins vegar þurft að greiða helling í hýsing á þessum lénum og skráningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband