17.12.2008 | 13:30
Er Jón Gerald farinn að greiða mótmælendum?
Jón leit út fyrir að vera svona 20-30 árum eldri en flestir mótmælendur sem þarna voru.
Það sem þó vakti ahygli mína voru þessi skilti sem mótmælendur voru mættir með. Hingað til hafa menn látið sér duga heimagerð skilti, en þessi skilti voru greinilega gerð af fagmönnum.
Er Jón Gerald farinn að taka þátt í kostnaði mótmælenda?
Jón Gerald mótmælir í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fjármagna Björgólfsfeðgar þetta blogg?
Ari (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:09
Já, þessi mynd er greinilega tekin af fagmanni, og það er svo fáar málfarsvillur miðað við heimskuna hérna, að einhver hefur hlýtur að hafa borgað fyrir yfirlestur. Mér finnst líklegast að það hafi verið Björgólfur eldri.
Nonni, 17.12.2008 kl. 14:25
Vá hvað þú ert firrtur maður.........
Bara Steini, 17.12.2008 kl. 14:54
Ari: Það er ekki svo fjarri lagi, kíktu bara á auglýsinguna á síðunni. Ég hef víst lítið um það að segja.
Nonni: Um leið og þú veltir þér fyrir minni heimsku, en vilt fá allt en ekki greiða fyrir neitt. Ég held að menn ættu aðeins að velta fyrir sér hvað þeir eru að segja þegar menn eru opinberlega að hveta til skattsvika, eins og þú ert að gera. Hversu heimskulegt er það?
Bara Steini: Hvaða firra er það? Þetta er ósköp eðlileg spurning, þegar menn eru farnir að mæta með skilti sem kosta tugi þúsunda að maður velti því fyrir sér hver fjármagnar það. Ég fullyrti ekkert um þetta en velti þessu bara upp.
Er eitthvað óeðlilegt við það? Duga ekki lengur gömlu góðu mótmælaspjöldin? Ég hefði alveg fengið sömu skilaboð.
TómasHa, 17.12.2008 kl. 20:21
Veistu....... koddu a morgun 10-00 og kynnstu sönnum óborguðum anda..........
Bara Steini, 17.12.2008 kl. 21:01
Ég hef ekkert á móti friðsömu mótmælum og svo sannarlega ekkert á móti því að Tryggvi víki. Ég spurði nú bara einfaldara spurningar.
Hingað til hefur nú bara komið skætingur.
TómasHa, 17.12.2008 kl. 22:03
Á þessum síðustu og verstu tímum eiga náttúrlega ekki aðrir tugþúsundkalla en Sullenberger og hans líkar.
Skilti gerð af fagmönnum þurfa reyndar ekki að kosta neinar tugþúsundir. Það er hægt að láta búa til "pró" skilti fyrir talsvert minna en það. Fyrir nú utan að það er hægt að hnupla þeim ef fólk er þannig þenkjandi.
Vésteinn Valgarðsson, 18.12.2008 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.