Lágvöruverslun Jóns Geralds

Baugsmalid

Jón upplýsti rétt í þessu að hann ætlaði að stofna lágvöruverðsverslun á Íslandi á næstunni. Hann endurtók nokkrum sinnum að það færi eftir því hvernig Íslendingar tækju á móti honum.

Ég get upplýst Jón að Íslendingar munu taka vel á móti honum, ef hann býður góðar vörur á góðu verði.

Ég velti svo sem fyrir mér hvað Jón hafi átt við með þessum orðum. Þegar Krónan fór af stað byrjuðu þeir að bjóða vörur ódýrari en Bónus, en fljótlega komst á jafnvægi í samkeppninni, fyrirtækin lærðu á hvort annað.

Er nokkur ástæða til þess að ætla annað ef Jón er með þessi góðu verð sem hann hefur alltaf sagt að hann sé með, en að honum eigi eftir að vegna vel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já um að gera að fá fleiri skúrka í Íslenskt viðskiptalíf

hilmar jónsson, 14.12.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af því litla sem ég heyrði úr þessu viðtali fannst mér ástæða til að endurskoða afstöðu mína til alls þessa Baugsmáls. Ég hef frá fyrstu tíð haft afar ákveðna skoðun á því máli og afar hefðbundna. En nú sem fyrr mun ég áskilja mér allan rétt til að endurskoða afstöðu mína. Komst að því fyrir mörgum árum að ég hef ekki ævinlega rétt fyrir mér og jafn lengi hef ég verið maður til að játa það.

Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: TómasHa

Hilmar: Ég fagna því ef þessi "skúrkur" lækkar hjá mér matarverðið

Árni: Það er margt sem þarf að skoða varðandi Baugsmálið, það er nokkuð víst að það er ekki allt enn þá komið á yfirborðið.

TómasHa, 14.12.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband