Ekki leyft í öðrum löndum?

Verslunareigandinn sem kemur fram heldur því fram að svona væri hvergi annars staðar leyft.

Ég neita því ekki að það er eftirsjá eftir húsinu og þeirri starsemi. Hins vegar var greinilega ekki næg eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem þar var í boði og því fór sem fór.

Það er þá spurning hvað á að gera í þeirri stöðu. Um leið og menn stofna rekstur í húsinu þarf að breyta því þannig að það henti slíkum rekstri.

Um leið og menn eru að tala um það gamla, þá þarf ekki að fara aftur nema 10 - 20 ára og sjá hvernig gömul hús í miðbænum hafa tekið breytingum og mörg ekki síður merkileg en Naustið.

Ég bíð nú bara eftir því að menn vilji fá aftur göngin sem voru í gegnum Kaffi Reykjavík, bara til þess að ná þessu í uppruna mynd.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki algalin hugmynd, Tómas, sem sumir hafa viðrað. Göngin í gegnum þetta hús voru á sínum tíma skilyrði þess að það fengist byggt. Sjávarmegin við Kaffi Reykjavík er svo enn að finna smá lengju af gamla hafnarkantinum, sem þakksamlega tókst að bjarga.

Hvað Naustið varðar þá ættu hugmyndaríkir menn (karlar og konur) ekki að vera í vandræðum með nýta sögu hússins og gerð þess til enn frekari hagnaðar fyrir rekstur sem hæfir staðnum.

Emil Örn Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband