28.5.2008 | 20:30
Að ákveða eigin greiðslufrest
Það er merkilegt þegar mörg af þeim stóru fyrirtækjum sem eru mjög nákvæm við sína viðskipta vini eru oft með ótrúlegar kröfur á móti. Nú hefur BYKO og skild fyrirtæki ákveðið að gera greiðslufrest 60 daga. Byko vill einmitt að menn greiða á tíunda degi, annars fellur afsláttur úr gildi.
Ég hef eiginlega oft lent í þessu, ég er með ákveðin greiðslufrest og gjalddaga, svo koma fyrirtækin og krefjast einhvers annars greiðlusfrests. Það er eiginlega ótrúlega fyndin afstaða hjá þessum fyrirtækjum að þau geti án þess að semja um eitt né neitt reynt að segja fyrirtækjum sem þau kaupa af hvenær þau greiða og það án þess að greiða neina vexti.
Ég vildi að ég gæti ákveðið mína greiðslufresti á þennan hátt. Og það án vaxta.
Byko, Elko, Húsgagnahöllin og Intersport hafa ákveðið einhliða að lengja greiðslufrest til birgja og þjónustuaðila frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt bréflega. Margir birgjar eru ævir og íhugar einn að krefja fyrirtækin um staðgreiðslu.
Fréttastofa hefur eitt slíkt bréf undir höndum. Það var stílað á birgja og þjónustuaðila Byko hf. Yfirskriftin var: Samræmdir greiðslufrestir - aukin skilvirkni.
Í bréfinu segir að til að tryggja skilvirkari greiðslur til birgja og þjónustuaðila Byko hf sé nauðsyn á rýmri tímatakmörkum í samþykktarferli innan fyrirtækisins. Því hafi verið ákveðið að samræma alla greiðslufresti og verði allir reikningar greiddir sextíu dögum eftir lok úttektarmánaðar.
Breyting þessi öðlist gildi frá og með úttektarmánuðinum júní og gildi jafnframt fyrir Intersport, ELKO og Húsgagnahöllina.
Fyrirtækin fjögur eru öll dótturfyrirtæki Norvik hf.
Greiðslufrestur hefur verið mislangur milli birgja samkvæmt upplýsingum fréttastofu, oft mun styttri en sextíu dagar. Margir birgjar og þjónustuaðilar munu ævir vegna þessarar einhliða ákvörðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun að minnsta kosti einn þeirra íhuga að krefja fyritækin um staðgreiðslu sem svar við bréfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ótrúleg frekja og yfirgangur. Ég er að spá í að senda þeim bréf þar sem ég lengi minn greiðslufrest við þá í 60 daga ( er í mánaðarreikning). Ætli bréfi mínu yrði ekki hent í ruslið.
En segir þetta okkur ekki nokkuð um stöðuna? Þvílíkur vöxtur hefur verið á BYKO og Húsasmiðjunni undanfarin ár að hver getur spurt sig hvort svo ör vöxtur geti gengið. Húsasmiðjan dansar nú á línunni og er mér sagt að mikil vandræði séu þar á bæ.
Halla Rut , 1.6.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.