24.2.2008 | 19:16
Óheppileg ummæli
Það er greinilegt að Friðrik Ómar kann hvorki að vinna eða tapa. Þessi athugasemd var alveg út í hött í gær. Honum tókst að sigra, og þurfti bara ekkert að vera að skjóta á aðra keppendur á meðan. Það er greinilegt að það er búinn að vera mikil barátta bakvið tjöldin og sumir létu kynningar Mercedes hópsins fara í taugarnar á sér. Hins vegar skilaði þetta sér ekki betur en svo að þeir urðu í öðru sæti.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að þetta lag eigi ekki eftir að ná langt. Mér fannst þetta lag vera alltof gamaldags technólag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða hvaða þótt að þitt lið hafi tapað og þér dauðlangar í dansgallann...
Nei nei að öllu gríni slepptu þá hreinlega skil ég ekki kommentið hjá Friðrik í gær, það var algjör óþarfi enda voru líklega flest þau keppnislið sem áttu raunhæfa möguleika að vinna á bakvið tjöldin til þess að reyna tryggja sér sigurinn - ég hefði reyndar gjarnan viljað fá að vita hve miklu munaði í atkvæðamagni á milli þriggja efstu liðanna.
Óttarr Makuch, 24.2.2008 kl. 22:18
Skýringin er einföld: Friðrik ómar í tómri tunnu.
Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 00:25
Skýringin er einföld: Friðrik ómar í tómri tunnu.
Sigurður Þórðarson, 25.2.2008 kl. 00:26
Spennufall Tómas ha?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2008 kl. 13:10
Spennufall? Ég fylgdist nú ekki mikið með þessu og horfði ekki á lokakvöldið nema undir lokin. Ég var ekki beint að deyja úr speningi.
TómasHa, 25.2.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.