15.1.2008 | 12:33
Að bjarga leiðinlegum mánuði
Það er misjafnt hvað gleður fólk, Þórunn Guðmundsdóttir gleðst yfir því að hafa fengið á sig kæru. Ég gleðst yfir því að hafa náð að fylla 2 ræðunámskeið á vegum JCI Esju.
Sjálfsagt er bæði jafn nördalegt.
Það er áhugavert að hafa það marga lögmenn í kringum sig að menn verði að draga um þeð hver fái að verja sig.
Er þetta ekki það sem heitir Showoff.
Kæra Ástþórs bjargar leiðinlegum janúar hjá Þórunni
Ég sem hélt að janúar yrði langur og leiðinlegur en þessi kæra bjargar honum alveg," segir Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni fyrir brot á hegningarlögunum í kjölfar fréttar hér á Vísi undir þeirri fyrirsögn að forsetaframboð hans síðast hefði verið nauðgun á lýðræðinu.
Þórunn vinnur á lögmannsstofunni LEX og segir það valdi sér smá áhyggjum hversu mikla gleði kæra á hendur henni fyrir brot á almennum hegningarlögum hafi vakið meðal vinnufélaganna. Í þessum töluðu orðum eru þau víst að draga um hvert þeirra fái heiðurinn af því að verja mig í málinu," segir Þórunn.
Þórunn segir að hún sé sérstaklega stolt yfir því að Ástþór hafi meðal annars kært sig til Öryggis-og samvinnustofnunnar Evrópu (ÖSE). Það er ekki á hverjum degi sem maður fær kæru af slíkri stærðargráðu á sig. Mér hefur ekki verið sýndur annar eins heiður í langan tíma," segir Þórunn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég heyri frá fólki með kosningarétt að það eigi bara að setja miklu strangari takmörk á þá sem mega bjóða sig fram. Sumir vilja jafnvel koma á einræði og afnema allar kosningar því það sé svo mikil hætta á að vitleysingar eins og Ástþór ástarpungur fá tvö eða þrjú atkvæði. Svo eru kosningar dýrar og tímafrekar.
Ég segi nei, nei. Ástþór má bjóða sig fram eins oft og hann vill. Hann má líka vera ruglaður og skrítinn án þess að ég vilji afnema kosningar eða bara leyfa lögfræðingum með 40.000 undirskriftir að bjóða sig fram í eitthvert embætti.
Sendum Þórunni til Sádi Arabíu og kjósum Ástþór.
Björn Heiðdal, 15.1.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.