Er þetta ekki skandall?

Ég heyrði af emailum fyrir nokkrum vikum sem gengu á milli kvenna um að útiloka ákveðinn leikmann og einmitt velja Hólmfríði.  

Hvort sem þetta er satt eða ekki hlýtur þetta að vera verulegur skuggi á valið á Hólmfríði í kjölfarið. Hún sem sagt vann þennan titil ekki út af eigin verðleikum en öfun annara kvenna í deildinni.

Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði deildinni til góðs, en undanfarið hefur orði töluverð vaknin á að menn hafi áhuga á kvennaboltanum.  Ekki síst vegna góðs árangurs Landliðsins.

Ég spái því að það eigi eftir að verða heimikil umræða í kjölfarið á þessu vali og reynda að þetta mál með tölvupóstana eigi eftir að upplýstast og koma í ljós hvort þeir voru virkilega sendir út eða ekki. 


mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að Margrét Lára bæri höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í kvennaboltanum. Sló m.a. markametið um nokkur mörk. Og að velja Helga sig er svona eins og heiðursverðlaun. Síðasti séns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 00:24

2 identicon

Ég get ekki séð hvernig það eigi að varpa rýrð á kjör leikmanns ársins í kvennaboltanum þegar jafnhæfileikaríkur leikmaður og Hólmfríður er valin. Hún er án nokkurs vafa einn sá allra besti, ef ekki sá besti leikmaður sem íslenskur fótbolti státar af í dag og veit ég ekki um nokkurn mann sem mundi mótmæla því sem hefur snefil af þekkingu í málefnum kvennaboltans. Allt tal um þennan tölvupóst er líka stórlega ýkt og gæti ekki hafa breytt miklu í þessu. Margrét Lára verðskuldar alla þá athygli sem hún fær fyrir sína frammistöðu á vellinum en kastljósið mætti að ósekju beinast að öðrum hæfileikaríkum leikmönnum einnig. Sá sem er mest í fréttunum er ekki alltaf bestur og ef einhver ætti að vera dómbær á frammistöðu leikmanna í deildinni þá eru það leikmenn sjálfir. Fólk ætti frekar að óska öllum þeim leikmönnum sem hlutu viðurkenningar til hamingju og þakka fyrir sig, enda hafa þeir gert fótboltasumarið skemmtilegra fyrir okkur sem fylgjumst með því að ákefð og lagt sitt að mörkum í að rífa hinn almenna leikmann upp úr meðalmennskunni með því að leggja hart að sér og krefjast þess sama af andstæðingum sínum.

Sigfús (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Þetta er djók.  Margrét var lang lang best í sumar.  Sannast hið fornkveðna "konur eru konum verstar"  Það er ágætis grein um þetta á fotbolti.net

Hafrún Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband