26.8.2007 | 13:59
Dýr lággjalda flugfélög II
Ég fékk ansi hreint mögnuð viðbrögð við þeim fyrri pistlinum mínum, þar sem ég benti á að ekki væri allt sem sýndist varðandi lággjaldaflugfélög.
Verð flugmiða hefur lækkað og Icelandair hefur aðlagast þeirri samkeppni sem er á markaðnum, það er hins vegar ekki bara einu flugfélagi að þakka. Hins vegar hefur Iceland Express hækkað miðana verulega og oft á tíðum er það mun dýrara að fljúga með þeim.
Í fyrsta lagi veita þeir ekki sömu þjónustu um borð í vélunum, Guðmundur þarf að greiða fyrir samlokuna sína og fær ekki upp hitaðan mat.
Í öðru lagi þá getur það verið að önnur flugfélög stundi þá iðju að kalla flugvellina sína, en hins vegar ef við tökum samanburðinn á milli Stansted og Hahn flugvöllinn, þá eru tíðar lestarferðir sem kosta ekki of mikið. Hins vegar er rúta sem er 2 tíma á leiðinni og fer á klukkutíma fresti frá Hahn.
Ábending fyrir pistils er fyrst og fremst að menn taki tillit til þessara hluta þegar þeir eru að fljúga, það kostar jú peninga og fyrirhöfn oft á tíðum. Nema að það sé sérstaklega hugmyndin að styðja við bakið á samkeppni, þá þarf að taka þessa hluti inn í þegar verið er að bera saman verð á miðum á milli flugfélaganna.
Fyrst maður er farin að tala um Iceland Express, fannst mér nokkuð merkilegt að hlusta á framkvæmdarstjóra þess um daginn, varðandi það að þeir eru sjálfir búnir að haka við forfallagjald. Það er svo neytenda að taka það úr. Afsakanir framkvæmdarstjórans voru hreinlega fyndnar, þegar hann var að útskýra að þetta væri af því fólk hefði lent í að vilja nýta þetta en ekki getað það. Það augljósa í þessu er að þeir eru að raka inn seðlum með þessu, og vilja að fólk gleymi að haka þetta út. Svo sagði hann að ef viðskiptavinir myndu óska þess myndu þeir taka þetta út.
Hvað ætli það þurfi marga til þess? Ég óska amk. eftir því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Varðandi flugvallanöfnin er Keflavíkurflugvöllur kallaður Reykjavik Airport á þó nokkuð mörgum stöðum erlendis. Ég hef oft orðið ruglaður þegar maður skoðar brottfaraskjáinn og Flugleiðavélin ætlar sér að fljúga til Reykjavíkur (skv. skjánum).
Þess fyrir utan er ég reyndar meira og minna sammála þér. Ég hef alltaf verið ánægður með Flugleiðir en finnst þessi "lággjaldaflugfélög" óttalegt húmbúkk, ekki síður en "ódýru" bensínstöðvarnar.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:55
Svo er það þetta með skatta og gjöld.
Þannig er mál með vexti að ég fór með dóttir mína sem er ungabarn og konu til London. Flugleiðir rukka 2000 krónur fyrir dóttir mína og var miðinn dýrari heldur en hjá Icelandexpress fyrir okkur hjónin áður en skattar og gjöld voru reiknuð inn.
Iceland express rukkar hinsvegar ekkert fyrir dóttir mína, hún flýgur semsagt frítt og miðinn var ódýrari fyrir okkur hjónin heldur en hjá Flugleiðum en þegar kom að þvi að borga þá var heildarverðið (með sköttum og gjöldum) aðeins ódýrara hjá Flugleiðum.
Þegar ég svo reiknaði dæmið aftur án dóttur minnar þá var heildarkostnaðurinn ódýari hjá Icelandexpress og má gera ráð fyrir því að Iceland express sé ekkert sérstaklega vel við dóttur mína.
elvaro (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 23:14
Tómas minn:
Ég er ekki að fara upp í flugvél til að fá mér að borða! Jújú, Icelandair hefur sjálfsafgreiðslu og heitan mat (þín vegna), en sjálfsafgreiðslan er bara miklu meiri þáttur en að fá heitan mögulega óétandi mat um borð. T.d. til Kaupmannahafnar er einungis þriggja tíma flug. Þarf maður virkilega að gúffa í sig samlokum eða heitum mat á meðan fluginu stendur??
Guðmundur Björn, 27.8.2007 kl. 19:50
Þá reiknar þú þetta bara ekki inn í verðið. Þetta er ekkert flóknara en það. Menn verða hins vegar að taka tillit til þessa og það er það sem ég er að benda á.
TómasHa, 27.8.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.