24.8.2007 | 12:52
Dýr lággjalda flugfélög
Það er merkilegt hversu Express hefur sloppið vel úr umræðu um flugfélögin. Oft á tíðum eru verð þess mun hærra en verð Iceland Air, svo ekki sé talað um skort á þjónustu. Það kostar líka að fara langan veg vegna þess að þeir lend á flugvöllum sem eru ekki einu sinni í þeim borgum sem þeir auglýsa, eins og Frankfurt. Það kostar líka að það er ekki matur í boði nema geng gjaldi.
![]() |
Iceland Express fer ekki að tilmælum talsmanns neytenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árið 97 kostaði farið til London 45.000 með icelandair
2002 kostaði far til Glasgow 35.000
Síðan kom Iceland express á markaðinn og viti menn
2007 er hægt að fljúg til London fyrir 25.000-
Spurning að gleyma ekki svo auðveldlega hvernig lífið er án samkeppnisaðila
Jón (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:18
...og svona til að hafa það rétt, þá er Iceland Express ekki flugfélag, heldur ferðaskrifstofa
Edward Gump, 24.8.2007 kl. 13:26
....já og svo eru þeir ekki flugfélag ekki einu sinni lággjaldaflugfélag heldur ferðaskrifstofa rétt eins og Úrval Útsýn og Sólarferðir.
Svaka (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:28
Því miður er IE að koma sér út af markaðnum. Ég flaug alltaf með þeim í upphafi, 6-8 ferðir á ári, því að þá voru þeir svo sannarlega ódýrari. Nú eru þeir kominir á sama verð og Icelandair en með lélegri og dýrari þjónustu. Síðan bætist við aukinn kostnaður að komast að og frá sumum af þeim flugvöllum sem þeir lenda á.
Á meðan slíkt verðlag er og að þeir geti ekki einu sinni farið eftir einföldum og sjálfsögðum kröfum talsmanns neytenda, þá verð ég ekki þeirra kúnni! Ég nota BE (sem eru mun ódýrari) og Icelandair þess á milli, þegar að BE hentar ekki.
SS
Sigurður S. (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:22
Það getur vel verið að Iceland Express sé með sama verð og Icelandair í dag. En ekki má gleyma að Icelandair lækkaði verðið þegar Iceland Express kom á markaðinn.
Auk þess var Icelandair mjög leiðinlegir ef þurfti að breyta einhverju og bara árið 2000 var ekki hægt að breyta nafni á flugmiða hjá þeim þannig að viðkomandi endaði með því að borga meira en 2 sinnum fyrir flugfarið þegar uppi var staðið.
Einn fyrrv. viðskiptavinur Icelandair komst ekki á þeim tíma sem hann ætlaði upphaflega að fara (breytt plön) og ætlaði að láta vin sinn fá miðann, NEI, það var ómögulegt hjá Icelandair. Þ.e. ekki mátt breyta nafni á miða, ekki einu sinni gegn e-u gjaldi. Þá ætlaði viðkomandi að seinka brottför, en Icelandair var með óliðlegheit og sagði að heimfararmiðinn félli þá úr gildi. Á endanum þurfti þessi fyrrv. viðskiptavinur Icelandair að borga meira en tvöfalt verð á fluginu, þegar uppi var staðið (þar sem upphaflegi flugmiðinn féll úr gildi, þar sem viðkomandi þurfti að seinka brottför). Þetta var þjónusta einokunarfélagsins Icelandair árið 2000. Bara nokkrum árum áður en Iceland Express kom til sögunnar.
Mér er sama þótt Iceland Express sé ekki eins lágt og ég vildi hafa það (mætti alveg vera ódýrara), en ég vil hafa samkeppni og þess vegna versla ég við Iceland Express. Því að um leið og Icelandair fær aftur einokunarstöðu, þá versnar þjónustan hjá þeim og þeim er nákvæmlega sama þótt fólk þurfi að borga tvöfalt flugfar (vegna óvenjulegra aðstæðna) því þeir gæti þá gert hvað sem þeir vildu í nafni einokunar.
Andrea (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:11
Eins og fram hefur komið, hafa verð lækkað mjög á markaðnum við tilkomu Express. Ég man eftir því að maður þótti heppin að fá miðann á 36.000 með fyrrverandi einokunarfyrirtækinu Icelandair. Nú, sem betur fer, bítur maður í sig ef maður þarf að greiða 25.000 kall fyrir miðann. Jákvæð breyting?
Það er þó rétt að verð Iceland Express hafa verið að hækka, miðað við það sem þau voru. Voru þeir kannski bara of ódýrir? Nú er Express að bjóða upp á fullt af nýjum áfangastöðum fyrir Íslendinga að fljúga beint á. Sá nýjasti Barcelona sem á örugglega eftir að slá í gegn. Það er kemur nýbreytni í áfangastöðum fra Express, ekki sama rykfallna fiðlan og þegar Icelandair á í hlut.
Varðandi flugvellina Tómas, þá er þetta alþekkt út í hinum stóra heimi, sem ég geri ráð fyrir að þú hafi heimsótt?
Mörg flugfélög fljúga á Milan/Linate, Milan/Bergamo, Frankfurt Hahn, Murcia/Alicante, Feneyjar/Treviso, Köln/Bonn og Verona/Brescia, svo einhver dæmi séu tekin. Flugvellirnir fá bara hjáheiti svo að fólk átti sig á staðsetningunni.
Frankfurt Hahn er nafn á flugvelli, ekki borg?? Þetta er einfaldlega eins og London Gatwick, London Stansted. Svo einfalt er málið.
Nú er ég búinn að fljúga ansi oft á milli Danmerkur og Íslands undanfarna mánuði. Aðallega með Icelandair, en í gær með Iceland Express. Fékk þessa fínu þjónustu um borð, þægilegt sæti með góðu plássi fyrir fæturna, þægilega flugvél í alla staði.
Við getum verið stolt hér að eiga tvo góð flugfélög sem bjóða upp á afbragðs farkosti og svo margar áfangastaði.
Hættum svo þessu tuði!
Guðmundur Björn, 25.8.2007 kl. 09:15
Við fjölskyldan komum heim í vikunni með flugi Iceland Express. Flugmiðinn var jafndýr og sambærileg ferð með Icelandair þar sem matur er innifalinn í verðinu.
Því miður var flugferðin ekkert sérstaklega ánægjuleg, minnsta pláss fyrir fætur sem við höfum nokkru sinnum séð, dagblöðin voru seld dýru verði, maturinn sömuleiðis (vondar samlokur) og drykkir. Örfáir koddar voru fyrir heila flugvél og fá teppi og mikil eftirspurn þar sem þetta var kvöldflug.
Þjónustan um borð svo sem ágæt ef þú villt vera að versla drykkir og samlokur og söluvarning og ert með peninga á lofti.
Lágmarksþarfir eins og að hafa salernishurð læsta og með aukabirgðum af pappír voru ekki til staðar, tala nú ekki um óþefinn sem var þar inni. Flugliðarnir eru sem sagt á fullu í sölustörfum alla leið en grunnþjónustan alls ekki í lagi.
Iceland Express þarf heldur betur að taka sig á ef þeir ætla að halda í þá viðskiptavild sem þeir öfluðu sér fyrstu ári. Ég mun ekki velja þá aftur ef annað er í boði.
Andrea (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.