DHL sendi málið í innheimtu

Um daginn skrifaði ég um samskipti mín við DHL, og hvernig DHL tókst ekki að senda mér bækur fyrr en eftir 5 mánuði, þeir lugu því svo til að hafa send mér fullt af áminningarmiðum, gátu ekki beðist afsökunar.  Nú ganga þeir svo skrefinu lengra og hafa send mér lögfræðihótun til þess að rukka inn þessa skuld.

Ég trúi ekki á tilviljanir en þessi lögfræðihótun frá Intrum var send daginn eftir að ég skrifaði um þetta, og 5 mánuðum eftir að pakkinn barst.  Það er greinilegt að þetta hefur farið í taugarnar á einhverjum, því nú virðist það vera mitt mál að sanna að ég hafi greitt fyrir pakkans.  Þetta á því eftir að kosta mig auka vesen og símtöl.  Ef ekki eitthvað meira.

Þetta er það sem ég fæ, þegar ég hefði átt von á því að fá afsökunarbeiðni frá þessu fyrirtæki en fæ í staðin lögfræðihótun. Það er greinilega eitthvað mikið að í skipulaginu hjá þeim.

Í heimsókn minni um daginn var mér sagt að þeir hefðu greitt fyrir mig þær 3029 krónur sem ég var rukkaður fyrir, þeir gætu ekkert gert fyrir mig. Þeir væru jú bara að greiða fyrir mig opinbergjöld.  Í ljós kemur að það var ekki allskostar rétt því þeir rukka mig um 980 króna útskriftargjald, þetta er gert þrátt fyrir að ég hafi greitt úti fyrir allan kostnað.  Nú er ég beðinn um að greiða þeim meira en 5 þúsund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk senda myndavél um daginn og þá kom UPS með hana til mín.  Á reikningum var eitthvað aukalegt gjald sem ég man nú ekki hvað þeir kölluðu en hljómaði eitthvað svipað og útskriftargjald.  Það voru um 1200 kr. og ég gerði ráð fyrir því að þetta væri gjald fyrir tollskýrslugerð.  - gæti þessar 980 kr. verið fyrir eitthvað slíkt?

Ra (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Jóhannes Reykdal

En hvað ég kannast við þetta. Fékk einmitt svona glaðning í gær frá þeim.

 Mín saga er sú að eftir að þeir klúðruðu royally sendingu til mín sem ég þurfti að fá fyrir helgi en hún var stopp úti á velli vegna einhverrar "bilunar" á föstudagsmorgni (lagað um hádegi) en ekki datt þeim í hug að redda þessum pökkum né datt þeim í hug að láta vita að þeim myndi seinka, onei. Þeirra bílar eru greinilega einu sendiferðabílarnir á landinu.

Eftir nokkrar fyrirspurnir í þjónustuverinu þeirra sem gat ekkert gert nema segja að þetta kæmi fyrst eftir helgi þá gafst ég upp og leitaði uppi einhvern sem hafði með þjónustuna að gera og hleypti út smá gufu. Sá hinn sami lofaði að gera eitthvað í þessu en líklega væri ekki hægt að bjarga þessu fyrir helgina.

Svo á mánudegi er hringt í mig frá þeim og ég spurður um kennitölu og svo einum eða tveimur tímum síðar er pakkinn minn kominn í hendur dyravarðar hérna á vinnustað mínum.

Ég var bara svo vitlaus að halda að DHL hafi skammast sín fyrir klúðrið fyrir helgi að þeir hafi tekið á sig það sem þurfti að greiða fyrir sendinguna. Ég nefnilega var haldinn þeirri firru að DHL væri þjónustufyrirtæki.

Ekki heyri ég meira af þessu máli fyrr en í gær er það kemur rukkun frá Intrum upp á 9.000kr takk fyrir. Ekki höfðu þeir reynt að rukka mig neitt frekar.

Líklega hafa þeir sent reikningana með DHL.

Jóhannes Reykdal, 21.8.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hef tvisvar sinnum lent í mjög vondum málum vegna óheyrilega slæmrar þjónustu fyrirtækisins. Í annað skiptið áttu þeir að koma til mín pakka frá Noregi með hraðpósti, sá barst sex mánuðum síðar. Í hitt skiptið voru kannanir úr skemmtiferðaskipum sendar í fyrirframgreiddum umslögum frá þeim, en ekki barst nema hverfandi hluti þessara umslaga vegna ósamræmingar í upplýsingagjöf og praksis.

Eftir þessar raunir reyni ég að sniðganga DHL.

Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Billi bilaði

Í þetta eina skipti sem ég notaði (og mun nota) DHL kom einmitt svona aukagjald, (í kring um 1000 krónur) eftir að búið var að borga 50 dollara fyrir sendingu, og útskýringin var að þetta væri útskriftargjald á reikningi SEM AÐEINS EINSTAKLINGAR VÆRU LÁTNIR GREIÐA!

Jú, ekki komst sendingin til skila á eðlilegan hátt, heldur var ég beðinn að sækja hana.

Billi bilaði, 21.8.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband