Ég á allt

Í kjölfarið á afmælinu mínu komst ég að því að ég á allt.  Ég held að það sé svo sem nokkuð algengt,  ég frétti úr öllum áttum hvað það var erfitt að kaupa gjöf handa mér.  Merkilegt nokk tókst öllum frábærlega vel.  Hvað kaupir maður handa nerði með áhuga á pólitík?  Það er ekki eins og maður sé í veiðum, göngum eða í öðru sem maður þarf að kaupa fullt af dóti.

Fólkið má eiga það að það var mjög frjótt í vali á gjöfum, ég hef alltaf sagt það að það sé nóg að gefa mér bjór.  Hann slái alltaf í gegn.  Ég skildi svo sem fólk ver sem hafði ekki áhuga á að mæta með kippu af bjór í þrítugsafmælið.  Hins vegar var örugglega frjóasta hugmyndin 30 tegundir af bjór. Einn af hverri tegund.  Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar farið var að bera bjórana inn.  Þarna var ég svo sannarlega tekinn á orðinu og á mjög skemmtilegan hátt.

Nú er bara að fara að smakka og prufa allar þessar tegundir!  Það er ekki hægt annað en að hlakka til að prufa.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband