Bara fyrir innfædda

Danir eru svo merkilegir með þessi sumarhús sín, þeir eru svo hræddir um að erlendir kaupahérðnar kaupi landið sitt að þeir þora ekki að leyfa sölu nema til innfæddra.  Samkvæmt því mega íslendingar ekki kaupa sumarhús á Jótlandi.  

Þeir mega auðvitað kaupa hús þar sem þeir vilja, þar á meðal á Íslandi og í Svíþjóð. En Danir eru sagði flykkjast til Svíþjóðar að kaupa sumarhús.

Manni finnst þetta vera skrýtinn ótti hjá Dönum, það eru í mestalagi Íslendignar sem eru nógu vitlausir til þess að kaupa hús þar.  Merkilegt nokk, eru þessi takmörk fyrst og fremst bundin einstaklingum en fjárfestingafélögin geta raðað niður dönsku byggingunum.  

Er það ekki hálf öfugsnúið að einstaklingar sem ætla að kaupa 1 hús geti það ekki, en fyrirtæki sem ætla að kaupa 100 geti það? 


mbl.is Óvenjulítil eftirspurn eftir sumarhúsum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég hefði kannski átt að taka fram Þjóðverja líka í upptalningunni áðan. Ég hefði ekkert á móti því að þeir breyttu þessu, danmörk er ágætur upphafsstaður í eitthvað meira.  Ég bjó reyndar við Lund,  það góða við að búa á þessu svæði var að það er hægt að skella sér niður til Þýskalands eða upp til Svíþjóð og miklir ferðamöguleikar.  

Ég ætlaði að skella mér til Þýskalands í Ágúst, og ódýrasta farið er um 50 þúsund þangað!  Það er við svona tækifæri sem maður upplifir smá einangrun. Ef maður ætti sumarhús þarna úti, væri þó amk. hægt að fara upp í bílinn og keyra. 

TómasHa, 16.7.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband