Óumhverfisvæni bíll forsetans

LeóM, sem er landsþekktur vegna áhuga á bílum skrifaði í dag ansi merkilegan pistil um bíla og umhverfisvernd.  Hann bendir á að bíll forsetans er hugsanlega ekki jafn umhverfisvænn og bent hefur verið á vegna eyðingar á rafhlöðunni.  Ekki veit ég hvað er til í því eða hvaða aðferðir hann notar.  Hitt er ekki síður merkileg sem hann bendir á en það eru kostir Díselbíla fram yfir bensín, í umhverfislegu sjónarmiði.  Það er mjög áhugavert og við höfum séð hér heima, meðal annars oktavían sem fór hringinn í kringum landið á 1 tanki, en það hefur ekki verið leikið eftir af bensín bíl.  

Mér skilst að það sé verið að vinina í að endurskoða þessi mál nú hjá ríkinu og ég spái að dísil muni lækka í verði miðað við bensín. 

Greinin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vonandi að stjórnvöld fari nú að hrista aðeins til í þessum málum og lækki dísel olíuna vel niður fyrir benzínið. Ein króna í mun eða þar um bil er langt frá því að vera nóg. Löngu tímabært og vonandi að eitthvað gerist í því fljótlega.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég átta mig ekki alveg á þessu dæmi með diesel vs. bensín. 

Nú keyri ég um á Aygo sem eyðir í kringum 5 lítrum áhundraðið. Af hverju á ríkið að umbuna manni sem ekur um á diesel bíl sem eyðir jafn mikið eða helmingi meira með einhverri handstýringu?

Bílar í sama stærðarflokki og með svipaðar vélar og Aygoinn eru að láta frá sér svipað magn koltvýsirings og Prius svo dæmi sé nefnt.  

Egill Óskarsson, 15.7.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Þetta er kannski frekar óskýrt hjá mér hérna fyrir ofan. Ég átta mig alveg á muninum á diesel vélum vs. bensín vélum þegar kemur að eyðslu eldsneytis. Það eru fyrst og fremst tveir punktar í þessari umræðu sem ég á erfitt með.

Fyrri punkturinn snýr að því að ég er ekki sannfærður um að hið opinbera eigi að reyna að stýra fólki í eina átt eða aðra í svona málum frekar en mörgum(flestum) öðrum. 

Sá seinni snýst meira um það sem ég var að nefna með minn kæra Aygo hér fyrir ofan. Það er fullt af fólki sem kaupir sér litla sparneytna bensínbíla með það í huga(ásamt reyndar örugglega mörgu öðru) að þeir eru umhverfisvænni en stærri bílar. Svo eru sumir sem kaupa sér risastóra ameríska pallbíla með 5-8 lítra díselvélum. Af hverju á að vera meiri álagning frá hinu opinbera á  eldsneytið sem fólkið á litlu bílunum notar en fólkið sem kaupir stóru bílana?

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband