5.7.2007 | 21:21
Fríið komið
Nú eru nokkrir tímar þangað til ég held í fríið mitt, reyndar er það nú bara um helgina. Ferðinni er heitið til Lundar í Svíþjóð, ein góð helgi til að slaka á.
Ég legg af stað í nótt og verð svo sóttur í fyrramálið, það stefnir svo sem í að ég þurfi helgina bara til að hvíla mig eftir hafa vakað í alla nótt, því ég lendi klukkan 6 í fyrramálið í Kaupmannahöfn og verð líklega ekki kominn "heim" fyrr en um klukkan 10, eftir að hafa sinn smá erindum í kaupmannahöfn.
Það voru nokkuð góðar myndir í fréttunum í kvöld, um hvað ég á í vændum: Rigning
Ég efast reyndar ekki um að ég muni blogga hérna um helgina, verð í góðu netsambandi. Kannski bara meira en undanfarið.
Það var reyndar smá panik áðan, vegabréfið var ekki á þeim stað sem það á að vera. Eftir smá leit fannst það með pappírum seinustu ferðar. Ég var samt farinn að rifja upp hvort ég mætti ekki örugglega fara á milli þessara landa bara með ökuskírteininu. Það reyndi víst ekki á það í kvöld.
Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég lenti í vandræðum með þetta, einu sinni fyrir Schengen þá gleymdist að láta mig hafa vegabréfið mitt til baka í tollskoðuninni. Það uppgötvaðist svo ekki hjá mér fyrr en ég var að fara í næstu ferð. Þá fór ég til að fá nýtt en var þá látinn vita (hjá lögreglustjóra) að ég ætti til vegabréf þarna. Ég var nokkuð hissa að menn hefðu ekki bara hringt.
Það fór jú ekki milli mála hver átti vegabréfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.