27.6.2007 | 00:56
Smá minningarorð
Ég veit ekki hversu eðlilegt það er að birta minningarorð á blogginu mínu, en langar þó að segja nokkur orð. Ég ætla að láta þetta standa um sinn og sjá hvernig mér líður með þetta. Ég hef verið mjög leiður og hugsi um þessa hluti síðan þetta gerðist og áhrif þessara ólyfjan á ungt fólk.
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að starfa með henni í nokkur skipti og fannst alltaf mikið til hennar koma. Það var ótrúlegt að vinna með henni, því hún var algjör orkusprengja og dreif okkur hin áfram. Mér fannst alltaf mjög vænt um Susie, ég sá aldrei neitt annað en þá ótrúlega öflugu stúlku sem stundaði námið af miklum krafti og átti ótrúlega mikið af góðum vinum. Ég dáist alltaf af þessu.
Grein föður hennar er ótrúlegar hreinskilin og einlæg, þetta er skyldulesning allra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegt, hrikalegt og ömurlegt. Það eina sem manni dettur í hug. Styð hugmynd föðurins um stofnun sjóðs til að vinna gegn slíkum glæpamönnum sem hann lýsir. Mynda borga í slíkan sjóð. Takk fyrir að benda á greinina Tómas.
Magnús Þór Jónsson, 27.6.2007 kl. 10:04
Þekki þessa sögu frá eigin brjósti. Eina frávikið er að sonur minn lifir enn, sem betur fer. En hann var komin svo langt niður að ég beið bara eftir fréttum af dauða hans. Það er slítandi og maður ber þess merki alla tíð. Sem betur fer hefur hann getað haft sig upp úr þessu með ótrúlegu átaki, en maður veit aldrei því þessi djöfull er allstaðar bak við næsta horn. Og aftur og aftur féll sonur minn. Ég var eina manneskjan sem ennþá stóð með honum undir það síðasta.
Ég vil aldrei þurfa að upplifa þennan djöful aftur, og ég vil helst að enginn annar þurfi að gera það heldur. því vil ég leggja áherslu á að það þarf að gera átak í að koma í veg fyrir fjármögnun og innfluttning á efnum, en ekki endilega hundelta krakka með omeitthvað framm í vasa. Eða tímanum í það, sem bara eykur eftirspurnina og fjármagn óvinarins. Það er helvíti hart að það skuli ekki vera hægt að komast nær þessum djöflum í 3oo þúsundmanna samfélagi sem þar að auki er eyland. Stundum held ég að það vanti viljan til þess.
En foreldrar stúlkunnar eiga alla mína samúð. Og Guð hvað ég get skilið þau vel.
Ég á líka ljóð sem ég samdi mér til hugarhægðar.
Sonur minn Þú flýtur sofandi að feigðarósiog vilt ekki vakna. ég stend álengdar, en næ ekki til þín.Þó elskan ég þig svo mikið.Ég kalla til þín með hjartanu – en þú heyrir ekki.Ég kalla til þín með skynseminni – en þú skilur ekki.Ég kalla til þín með örvæntingu – en þú aðeins flýtur framhjá.Hvað á ég að gera. Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum,ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna.Þú ert fastur í víti – þar sem ég næ ekki til þín. En ég elska þig. Kanske nær ástúðin að bræða burt kalið í hjartanu þínu, svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu. Mamma.Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2007 kl. 17:44
Átti að vera núllkomma eitthvað af fíkniefnum í vasanum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.