Snilld hjá Símanum

Ég er að fara að fá sjónvarp í gegnum símann, maður er bara svo óupplýstur en ég vissi ekki betur en að ég þyrfti að vera með netþjónustu hjá símanum.  Sem var svo sem allt í lagi, nema að ég er búinn að vera hjá BT-net og er bundinn í heilt ár.

Mér bauðst svo að fá kynningu á sjónvarpi, ég sagði strax nei takk.  Því miður. Svo var ég upplýstur um að ég get fengið þetta án þess að vera með net hjá símanum.  

Það breytti að sjálfsögðu öllu, en mér skilst að ég eigi að fá þetta á næstu dögum. Ég get leigt myndir beint, horft á gamla fréttatíma þegar ég vil, og svo gerst áskrifandi í minni tíma en heilan mánuð. Þetta er virkilega eitthvað sem ég er sáttur með, enda oft á ferðinni og hef því ekki tíma til að hrofa á fréttir, sem þýðir að ég hef verið að horfa á þetta á netinu í takmörkuðum gæðum.  Svo þegar maður hefur verið með stöð 2, hefur þetta verið vesen, alltaf áskrift í heilan mánuð.  Ef þetta reynist rétt að maður geti fengið áskrift í minni tíma er það algjör snilld! Af hverju ætti ég að vilja endilega vilja festa mig frá 1. til fyrsta eða hvert sem þetta tímabil er?  Stundum er lítið að gera hjá mann í eina viku og þá er tími til að glápa.

Vonandi verður þetta sú snilld sem mér er lofað, það kemur maður á næstu dögum og setur þetta upp.  

Næst er á dagskrá að fjárfesta í sjónvarptölvu.  Ég er enn að hugsa þetta mál, það sem stendur í vegi og ég á eftir að finna útfærslur á er

  • Hvernig ég ætla að koma netstrauminum á góðan hátt
    • Rafmagn
    • Þráðlaust
  • Hvaða sjónvarpskort er best
    • Vill geta tekið upp
    • Still upptöku tíma
  • Hvaða tölvu og hvernig á hún að vera útbúin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband