Ekkert óeðlilegt

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt við það, þegar fjölmiðlar eins og Metró eru að selja auglýsingar inn á þessa vefi að menn greiði eitthvað til þeirra sem skapa traffíkina og búi til efni.   Mogginn hefur ekki staðið í vegi fyrir því að bloggarar verði sér út um tekjur á eigin vegum, eins og það sem margir íslenskir bloggarar sem hafa selt auglýsingar inn á vefina sína fyrir um 50 þúsund á mánuði.  Á stærri markaði gætu menn sjálfsagt haft ágætis tekjur af þessu.

Mogginn hefur ekki auglýst beint inn á vef bloggaranna og hefur því ekki beinar tekjur af þeim, hins vegar er augljóst að margir fara inn á moggann til að lesa bloggarana, þannig að þeir njóta þess óbeint.

Mér sýnast vera einhverjar breytingar í vændum með þessi mál, ég sá í gær hjá Palla að Eyjan.is er búinn að til liðs við sig nokkra af helstu bloggurum moggabloggsins.  Það er spurning hvort mogginn muni bregðast eitthvað við því ef stór hópur vinsælla bloggara hverfur á braut.

Það kemur kannski alltaf maður í manns stað í þessum bloggheimum.  Það hefur nú verið raunin undanfarið. Hvað hafa verið margir toppbloggarar verið seinasta ár?  Þeir hafa horfið til annarra bloggsvæða eða ákveðið að gefa eftir.

Sjálfum lýst mér mjög vel á Eyjuna, ég gat ekki stillt mig um að fara eftir leiðbeinum Palla og kíkti á þetta hjá þeim. Þeir eiga örugglega eftir að verða mjög öflugir.  Ég held að tími svona fréttaveitna sé að koma aftur, menn eru ekki lengur í einhverjum skýjaborgum en reyna að gera svona á hagkvæman hátt í staðin fyrir að leigja heilu hæðirnar í húsum eins og það sem stóð fyrir dyrum þegar strik.is byrjaði. 


mbl.is Svíar greiða bloggurum laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband