20.6.2007 | 11:50
Ótrúlegt
Manni finnst þetta alveg ótrúlegt. Það er nú nokkuð langt þangað til að menn verða svo framsæknir hérna heima. Menn mega nú ekki einu sinni útdeila meira en 1/3 af eigin eigum, hvað þá að geta sent SMS með skránni.
Ég efast um að lögræðingra á Íslandi væru tilbúnir að kvitta upp á þessa aðferð. Vanalega þarf einhver vitni við, og svo er auðvitað spurning um andlegt ástand viðkomandi. Menn gætu farið að úthluta sjálfum sér eignum annara með því að senda úr síma einhvers SMS skilaboð, án þess að viðkomandi viti af því. Það hafa alltaf reglulega komið fram hér á landi (fá dæmi þó), þar sem umönnunarfólk hefur fengið gamalt og ruglað fólk til að gefa sér peninga. Það gæti nú farið að senda sér peninga í gegnum SMS.
Senda smáskilaboð með hinstu óskinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.