Staksteinar taka á Guðna

Staksteinar fjölluðu í dag um DV og Guðna Ágústsson.  Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja hérna á blogginu hjá mér.  Dv hafði ekkert með þetta að gera, og nákvæmlega eins og Staksteinar segja þá hefði þetta getað eflt Framsóknarmenn á lokametrunum.  En þetta gerðist ekki miðað við Guðna.

Hitt sem fram kemur líka í þessar grein er einnig nokkuð merkilegt:

Guðni Ágústsson vildi tengja þessa útgáfu DV neikvæðum auglýsingum, sem beint var gegn Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, daginn fyrir kosningarnar.

Neikvæð auglýsingastarfsemi er þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og þar hafa menn stundað hana með misjöfnum árangri. Reynslan hér á Íslandi er sú, að þeir, sem stunda neikvæða áróðursstarfsemi, m.a. með auglýsingum og blöð, sem aldrei sjá nokkuð jákvætt í umhverfi okkar, finna lítinn sem engan hljómgrunn meðal almennings.

Björn Bjarnason hefur bent á þetta og þau áhrif sem þessi auglýsing hafði á hans kosningu. Mogginn tekur greinilega ekki undir þá skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband